11. janúar 2009

Flóðhestur gleypir dverg... óvart



vista-blogga-senda blogg

15. desember 2008

Derrick er dáinn



hvað gerir Harry Kókaín Klein þá?


...við skulum taka mínútu þögn og minnast kappans.



vista-blogga-senda blogg

3. desember 2008

Ný leið til hlustunar

Hafið þið prófað að hlusta á tónlistina ykkar í stafrófsröð? Ég er að spá í að hlusta bara á O núna í morgunsárið. Fyrstu lögin verða eftirfarandi:


O
Ode to LA - The Ravonettes
An Ode to Noone - Smashing Pumpkins
Once - Pearl Jam
One - Aimee Mann
One Johnny Cash
...Hér ætti að vera One með U2 en ég á það greinilega ekki, merkilegt!
The One - Trabant
The One 21st - Janet Jackson
One Big Mob - Red Hot Chili Peppers
One Caress - Depeche mode
One Day - Björk
One Day - Sissel
One Day - Randy Crawford
One Day She'll park the car - Mugison
One Day Without - Kerenn Ann
One Drop - Bob Marley


og listinn heldur áfram...frekar flottur þverskurður af tónlist finnst ykkur ekki?



vista-blogga-senda blogg

1. desember 2008

Svakaleg kjaftasaga

Þá er helgin búin. Fullveldisdagur Íslendinga og ég er heima með hálsinn bólginn, í annað skiptið á árinu.

Helgin var fín. Við fórum með vinahópnum á jólahlaðborð á Hótel Örk og gistum eina nótt. Hótelherbergin voru fín, maturinn ágætur en samt var eitthvað "off" svona over-all. Það þurfti t.d. að borga fyrir uppáhelling eftir matin 300 krónur takk og það var ekkert grín að leita kaffið uppi. Svo þegar Þór bað um kaffi og koniak á barnum þá hellti barþjónninn kaffi í irish coffee glas og kaffinu yfir það. Þeir taka það kannski svoleiðis í Hveró.

Helgin var samt fannst mér fín því aðalmálið er jú að hitta vinina og vera memm og ég var geðveikt mikið memm....þangað til ég þurfti að fara að sofa, tölum ekki meir um það.

Ég ætla svo að láta fylgja alveg svakalega kjaftasögu sem ég heyrði "næstum því" frá fyrstu hendi....elska svona útúrbænum fjarstæðukenndar kjaftasögur ;) Nöfnum og ýmsum staðreyndum hefur breytt til að halda leynd:

Það var víst brotist inn í húsgagnaverslunina KEA umd daginn. Í ljós kom að þarna var á ferðinni Smári Hannesson allsber að hlaupa undan handrukkurum.

...sel þetta ekki dýrara en ég keypti það hehhehehe

góðar stundir



vista-blogga-senda blogg

26. nóvember 2008

Frábært myndband



vista-blogga-senda blogg

Áskorun til fjölmiðla

Ég skora á alla þá fjölmiðla sem eiga eitthvað í líkingu við þetta í fórum sínum að sína okkur þjóðinni það. VIð eigum rétt á að sjá hið sanna andlit þeirra sem eru að stjórna framtíð okkar. Og ég skora að sjálfsögðu á RÚV að sýna þetta myndbrot fyrst þeir eru búnir að fá það sent í pósti. Þetta er fréttnæmara en margt annað sem kemur þar fram í fréttum.

og hana nú!



vista-blogga-senda blogg

25. nóvember 2008

Sjáið þið eitthvað líkt með þessu?





Ætli við séum ekki bara eins og hauslaus hæna.



vista-blogga-senda blogg

Just takin a ride...on my Roomba



vista-blogga-senda blogg

24. nóvember 2008

Borgarafundur í Háskólabíó

Jæja þá er fundinum lokið.
Við Þór fórum í háskólabíó en komumst ekki lengra en inn í anddyri því við vorum (auðvitað) ekki mjög tímanlega. Ég var ekki með gleraugun á nefinu þannig að við brunuðum bara heim aftur til að ég gæti barið fundinn augum.


"slurp slurp....mmmm Geiri þú ert með svo mjúkar varir, notarðu Labello?"

Hér koma örpunktar um fundinn frá ykkar heittelskaða þenkjandi skoffíni:
* Ræðurnar góðar og kröftugar
* Skemmtilegur gjörningur þar sem fólk stóð og settist til að sýna hvað það væri auðvelt fyrir fólk standa upp og hleypa öðrum að völdum.
* Að mínu mati tók fundarstjóri of mikið þátt í fundinum. Fundarstjóri á að stjórna fundi, þ.e kynna ræðumenn, stjórna spurningum, passa upp á tíma ræðumanna, minnka frammíköll osfrv., sem hann gerði. En hann kom sínum skoðunum um málefnin á framfæri á milli spurninga og svaraði jafnvel fyrir hönd ráðherra. Ég fílaði það ekki.
* Mér fannst ráðherrar ekki svara spurningum skilmerkilega enda veit ég það að það er ekki gaman að svara fyrir eitthvað þegar maður hefur verið óþekkur og gert eitthvað af sér, hef oft lent í því ;)



Góða nótt börnin góð er farin upp í rúm að lesa.
p.s ný hrútaskráningabók er komin út, þetta er pottþétt jólabókin í ár!



vista-blogga-senda blogg