10. janúar 2005

Kinverska

Opnaði bloggið mitt og það var allt í einu helmingurinn af öllu á kínversku....skrítið
Síðasta helgin liðin fyrir brottför til Spánar og ég er rétt að jafna mig eftir sukkið þegar við tekur pökkun dauðans!!! Var kvödd af Nýherjum á föstudaginn á Sólon og það var massastuð. Svo á laugardaginn fór ég í jólaboð (já ég veit að jólin eru búin) og svo í 2 ammali á sitthvorri vinkonunni. Fór fyrst til Þórunnar og hitti þar gamla vinkonu mína hana Sirrý. Ég og hún vorum sérstaklega góðar í að hrína þegar við vorum 14/15. Já okkur fannst gaman að vera svín:) Hún er núna gift Jens sem er frændi Þórunnar og svo vorum við líka kærustupar í viku (eða voru þær tvær) þegar við vorum 15 eða 16. Who would have thought!!! Magnað, skrítið og skemmtilegt!!!! Svo fór ég til Lailu gælu í ammali og þar hafði ég fataskipti við Boggu vinkonu hennar Sollu til að athuga hvort það væri ég eða kjóllin minn sem myndaði cleavage. Ég sigraði brjóstakeppnina en Bogga sigraði rassakeppnina, mig vantar víst rass. Vildi að ég væri pera!
Já svo fór ég á uppastaðinn Rex og horfði á konur í leit að viðskiptafræðingum heheheh borðaði svo chillipulsu, ældi henni og fór svo að sofa
Best að sækja Þór í vinnuna og pakka meira



vista-blogga-senda blogg

0 Comments: