27. apríl 2005

Merkisdagar, bólur og fleira

Hæ hó alle sammen
Í dag er miðvikudagur og það þýðir að eftir akkúrat viku koma mamma og pabbi til Barcelona og þá verður gaman. Ég er farin að hlakka mjög mikið til og bíð spennt eftir næstu viku!!!
Mamma hringdi í mig í gær og spurði mig hvort ég vissi hvaða dagur væri. Ég kom af fjöllum og sagði að ég vissi ekki betur en að það væri þriðjudagur (alltaf með allt á heinu sko) og hún sagði jú það er rétt en það væri ekki það sem hún væri að spurja um. Þá datt mér í hug að það væri mæðradagur en það var ekki heldur málið. Í gær var semsagt 26. apríl sem er brúðkaupsdagur Mumma bróður og Ölmu!!!! Til hamingu með daginn rúsínurnar mínar....og sorrý að ég vissi ekki betur en að það væri bara venjulegur þriðjudagur. Kollurinn á manni er bara ekki alveg að hugsa um þessa hluti akkúrat núna. Þegar ég hafði loksins þessar upplýsingar á hreinu áttaði ég mig á því að það eru átta ár síðan ég dimmiteraði!!!! Átta ár marrrr....shit hvað það var gaman. Ég var Kermitt og hoppaði og skoppaði um bæinn full og vitlaus og söng hástöfum prúðuleikaralagið með sérsömdum texta fyrir bekkinn minn. Mér finnst ekki vera átta ár síðan...ómg hvað tíminn líður og ég er ekki að átta mig á því....ég er ennþá átján, þið skiljið.
Ég hef losnað við unglingabólurnar og er búin að fatta að það var ekki vatninu að kenna að ég breyttist í unglingspilt. Ástæðan var "rétt krem" leysi og eftir að ég fór og keypti mér krem fyrir 100 evrur (ómægooood) þá hurfu bólurnar á nokkrum dögum. Ótrúlega áhugaverða upplýsingar hehehe en nauðsynlegar fyrir þá sem hafa áhuga á bólum (og að hafa ekki bólur) híhíhí. Því hef ég ekki sagt vatninu stríð á hendur og mun halda áfram að drekka það af mikilli áfergju.
Frá Barcelona er sosem lítið að frétta nema það að það er að hitna smá í hamsi. Í dag og í gær voru fyrstu dagarnir sem ég hef getað verið á stuttermabol einum fata allan daginn. Halló....jú auðvitað var ég í buxum og sollis líka en þið vitið hvað ég meina. Það þýðir samt ekki að sumarið sé komið hér...það þýðir bara að það sé komið vor. Það verður dauðahiti hérna í sumar og það verður fínt að vera bara í góðum fílíng heima á íslandi þegar mesti hitinn verður. Já by the way, við erum búin að panta okkur far heim í sumar og komum á klakann 27. júlí og verðum til 31. ágúst...partý partý partý.
Ég áttaði mig á því um daginn að ég mun ekki vera heima í júní, eða sko ég var búin að átta mig á því en ég var ekki búin að átta mig á því að júní er uppáhaldsmánuðurinn minn á Íslandi. Það er besta verðrið, skemmtilegasta djammið og svo á ég náttla ammali!!!! (ef einhver skildi vera búinn að gleyma því). Frekar fúlt en hey það kemur annar júní eftir þennan júní....þarf bara að bíða í ár hehehe.
Ég er núna á fullu að vinna í stórverkefni númer 2 í skólanum. Ég á að hanna verslun inn í rými í verslunarmiðstöð og ég er auðvitað búin að leggja drögin að meistaraverki. En eins og hver annar stórsnillingur læt ég ekki meira uppi að sinni um verkefnið svo enginn steli hugmyndinni minni hahahah:) Nei djók. Það er bara örugglega ekki skemmtilegt lestrarefni að blaðra um það hér en ef einhver vill vita meira þá endilega látið vita:).
Hvernig finnst ykkur annars myndasíðan? Hef fengið góð viðbrögð héðan og þaðan úr heiminum ....en enginn sem ég þekki, frekar fyndið. Eitthvað lið sem ég þekki ekki rass er að skoða myndirnar og sendir mér skilaboð um það hvað þeim finnist myndirnar frábærar, fyndnar og skemmtilegar. Það gerir ekkert nema að efla mig í listrænum myndatökum af fallegum hlutum sem verða á vegi mínum og grettumyndum að mér og öðrum...þær virðast gera lukku hehehe.
Jæja best að hætta að röfla...
Ciao,
Bólulausa bullukollan

ps. ég held með Noregi í Júróvisjón (en ég mun auðvitað gefa Íslandi mitt atkvæði af því að ég get það)



vista-blogga-senda blogg

0 Comments: