29. apríl 2005

Sól sól skín á mig

Það er að hitna í kolunum í Barna.
Ég sé ekki fram á annað en að í dag verði þriðji dagurinn í röð þar sem ég þarf ekki á peysu og jakka að halda. Þvílíkur lúxus!!! Veðurspáin næstu daga er bara sól sól sól og 20 stiga hiti og hitinn á svo bara eftir að fara hækkandi.
Ég fór í söngtíma í gær og var brotinn niður á staðnum, væntanlega til þess að byggja mig upp aftur en mér leið ekki mjög uppbyggjandi eftir þessa niðurbrotsstarfssemi kennarans. Við vorum tvær í tímanum að æfa tvo dúetta úr brúðkaupi Fígarós fyrir tónleika í júní. Ég er ekki búin að læra lögin utan af og hef aldrei á ævinni sungið óperusamtöl á ítölsku og grínlaust þá er það ekki það auðveldasta í heimi. Textinn var þessvegna soldið að flækjast fyrir mér í þessum samtölum á undan lögunum. Hún stoppaði mig af í hvert einasta skipti og tuggði ofan í mig textann og ég reyndi að herma en hann koma alltaf út vitlaust. Svo þegar maður loks komst framhjá því þá tóku við endalaus stopp þar sem hún sagði mér að syngja svona en ekki svona. Í 50% tilvika fannst mér ég vera að gera nákvæmlega það sem hún bað um en í hinum 50% gat ég bara engan veginn komið út úr mér þeim hljóðum sem hún var að biðja um....það var alveg sama hvað ég reyndi. Þetta kemur náttla með meiri þjálfun en það var engan veginn að fara að gerast a einum klukkutíma í gær en kennarinn ætlaði sér að ná þessu hjá mér og hætti ekki að níðast á mér. Á endanum var ég alveg að missa mig og alveg að fara að grenja yfir vanmætti mínum og eineltinu og vildi öskra öskra á hana "ééééeééééég eeeeeeeer að reeeeeeeeeyna!!!!!!!" en ég kunni ekki að segja það á spænsku þannig að ég varð bara að segja já og amen. Sem betur fer lauk svo þessum söngtíma dauðans og eg komst út i sólina og labbaði heim. Þegar ég kom heim fann ég að ég var gjörsamlega búin eftir þessi átök að ég varð að leggja mig hahaha. Þór kom svo heim því hann þurfti að taka sig til fyrir 2 daga vinnuferð til London. Við höfðum smá tíma og fórum upp á terrössu og prófuðum að chilla í nýju sólstólunum okkar...heavy þægilegt.
í gærkvöldi fór ég út að borða með stelpunum úr bekknum. Við fórum 10 saman á ítalskan veitingastað og ég fekk mér geeeeðveikt góða pizzu með ekta ítölskum botni jömmíjömmíjömm...ohhh....er svöng....nú langar mig í pizzu.
Það er best að fara að skella sér í ræktina og svo er ég að fara að skoða Hilton hótelið með hjálm á hausnum. Það er nebblega ekki búið að opna það ennþá og við í bekknum erum að fara að skoða það "in progress", svo eru drykkir og tapas í kvöld með Marianne
Adios
Niðurbrotni óperusöngvarinn



vista-blogga-senda blogg

1 Comment:

Nafnlaus said...

"Estoy intentando"

Mér þykir þú alltaf laaaang best