13. júlí 2005

Frettir af vigstöðvunum

Já sæl veriði, þetta er ruslarófan sem talar

Ég hef ekki forgangsraðað rétt þessa dagana. Auðvitað á náttla bloggið að vera númer eitt tvö og þrjú svo að allir geti fylgst með í smásjá en það er einhvern veginn þannig að ég set bjánalega hluti eins og lokaverkefni í fyrsta sæti....helllúúú ;)

Sem sagt það er ekkert að gerast nema lokaverkefni og Eva litla reynir sitt besta í að vera rosa creative, klár og best í bekknum en það virðist vera að í bekknum mínum sé ekki vinsælt að vera klár....þeas ekki vinsælt hjá þeim sem eru ekki jafn klárir. Já kæru landsmenn ég er þessa dagana á vígstöðvum hönnunargeirans og á fullt í fangi með að verja mig og mitt gegn fávísum samnemendum.
Til að gera stutta sögu langa þá er bekkurinn minn skipaður af 10 stelpum sem eru allar með klær (auðvitað). Mjög fljótlega skitpist bekkurinn í tvo hópa; "Tæfurnar" og "Við hinar"...ég vona að þið setjið mig í réttan hóp;)
"Tæfurnar" byrjuðu mjög fljótlega að hakka eina og eina úr "við hinar" í sig með því að skilja útundan, gagnrýna verkefni á mjög ófagmannlegan og illan hátt og hrósa "hinum tæfunum" fyrir verkefni sem voru ekki neitt neitt. Ég hélt mig alltaf utan við þetta og var í huggunarhlutverki við að hughreysta aðrar sem lentu í þessum helv... beljum. Því miður tókst mér ekki að halda mig á frísvæðinu til enda mastersins því núna er ég aðalfórnarlambið. Ég er gagnrýnd fyrir að hafa skráð mig í master á spænsku verandi ekki altalandi tungumálið (come on) og svo síðasta árás var á mánudaginn þar sem ein af tæfunum rakkaði niður lokaverkefnið mitt á þeim grundvelli að hún skildi ekki nafngiftina og að henni fannst hún ekki við hæfi og að hún skildi ekki týpógrafíuna og ég veit ekki hvað. Ég gerði náttla bara það sem heilvita skörungi sæmir og fór í brálaða vörn og varði verkefnið mitt með skjafti og klóm en hún virtist ekki hafa nokkurn áhuga á því sem ég var að segja. Það sagði mér bara að þessi gagnrýni var ekki á neinum grundvelli byggðum öðrum en persónulegum árásum út af ég veit ekki hverju...kannski afbrýðisemi. Alla vega á endanum var ég búin að gefast upp á að tala við vegg og sagði út í loftið "this is stupid". það náttla fyllti mælin hjá greyið tæfunni því hún var með banana í eyrunum og hélt að ég hefði sagt "you are stupid". Hún klagaði mig í aðra í bekknum og þannig komst ég að misheyrinu ( þær halda örugglega núna að það rigni upp í nefið á mér hehehe). Ég leiðrétti það í pósti til hennar daginn eftir en passaði náttla að afsaka ekki rassgat því allt þetta vesen var upphaflega henni að kenna.
Ev svona er þetta kæru vinir...það er ekki nóg að maður þurfi að þjást af stressi útaf lokaverkefni heldur þarf maður að vera að berjast í einhverjum tæfuhóp sem lætur eins og 10 ára.

Ég læt samt ekki bugast og slæst með kjafti og klóm við þessar hugmyndalausu, hæfileikalausu aumingja og já....ég mun standa uppi sem sigurvegari á endanum.....af því að ég er víkingur.......ég er langbrók......ég er Eva!!!!!

Takk fyrir áheyrnina og veriði sæl
Eva Varnarliði

ps. er að hlaða inn myndum á myndasíðuna as we speak



vista-blogga-senda blogg

0 Comments: