16. júlí 2005

Ný uppgötvun

Ég var að uppgötva nýtt fynd.

"Sjáumst með Silvíu Nótt"

Já fyrir ykkur er þetta kannski ekki fréttnæmt en ég var að horfa á minn fyrsta þátt í gær og mér varð bara illt af meðaumkun og hlátri á sama tíma.
Hún er alveg sorglega fyndin og endurspeglar alveg ótrúlega "the wannabe's" á Íslandi.
Ég horfði nú ekki á mikið en ég sá viðtalið hennar við Geirmund Valtýs (frá 16. júní).....magnaðasta viðtal sem ég hef séð í mörg ár...grey kallinn hahahahahaha og þegar hún fór að söngla lagabúta sem hún hélt að hann hefði samið og hann að útskýra að hann hefði ekki samið neitt af þessum lögum hahahaha og að segja að það yrði að taka það út úr viðtalinu. Svo toppaði það allt þegar hún vissi ekki lengur hvað hún ætti að segja og fór bara og bað hljóðmanninn að tala við Geirmund af því að hún vissi ekki hvaða maður þetta væri hahahahaha:)

Þór var að skoða Fréttablaðið og þar er grein um Maritech (fyrirtækið sem hann vinnur hjá) og mynd af starfsmönnum. Þar var verið að segja frá því að fyrirtækið var að fá verðlaun frá Microsoft. Húrra fyrir því en það er ekki sosem það sem vakti mesta athygli. Þegar við skoðuðum blaðsíðuna þá sáum við að allt í kringum fréttina var dautt fólk...þ.e það voru ekkert nema minningargreinar og dánartilkynningar og frétt af morði sem hafði gerst þennan dag 1997. Okkur fannst þetta frekar fyndið. Svo stóð líka einn starfsmaðurinn aðeins fyrir logóinu á Maritech þannig að það stóð "Naritech". Hahahah æj hvað það er sorglegt hvað ég er stundum með lélegan húmor ......

....best að fara að drulla sér í einhvern lærdóm og hætta þessu heilaprumpi

11 dagar í heimkomu



vista-blogga-senda blogg

0 Comments: