21. september 2005

Alltaf að læra eitthvað nýtt

Hæ hó, hvað er að frétta? Héðan er allt gott að frétta. Er á fullu að vesenast í portfólíóinu mínu svo ég geti nú farið að koma því upp á vefinn minn. Svo er ég byrjuð í söngnum aftur hjá herforingjanum en það er allt í lagi því núna hef ég meiri tíma til að æfa mig og standa undir væntingum;) Ég er líka búin að finna mér rækt hérna rétt hjá þar sem við búum og hún er með sundlaug og pottum og öllu. Þar er líka bodypump og pilates sem mér líst mjög vel á og er farin að pumpa á fullu ....” í kjólinn fyrir jólin! Takk fyrir kærlega hehehe. Eitt sem maður er ekki alveg sáttur við er að í sundlauginni þarf maður að vera með sundhettu....somebody call the fashion police!!! Ég er alveg aaaaalvarlega hallærisleg með svona sundhettu gvöööð!

Við fórum í Trivial í gækveldi og ég lærði alveg ótrúlega mikið á því. Ég komst til dæmis að því að hænur eru með átta tær oooooj og þá spurði Þór hvort ég hefði ekki tekið eftir því þegar ég var að afhausa hænuna um daginn.....en ég er að reyna að rifja upp en ég held að það hafi einhver aflimað hænuna áður en ég fékk hana í hendur....en brútal! Svo komst ég að því að hamstar hafa 6 tær á afturlöppunum og að fiskar geta orðið sjóveikir og Kenny G heitir í raun Kenneth Gorelick (ekki skrítið að hann hafi breytt um nafn) Eitt skiptið var ég á grænni köku og ég fékk spurningu hvernig lóur eða erlur líma saman hreiðrin sín. Það fyrsta sem ég datt í hug var munnvatn en svo gerði ég grundvallarmistök Trivial og fór að hugsa þetta lengra og komst að þeirri niðurstöðu að það væri annað hvort límt með munnvatni, fuglakúk eða trjákvoðu og sagði trjákvoðu. En það var auðvitað það fyrsta sem mér hafði dottið í hug, munnvatn, en þá spyr ég bara um eitt: Hvernig geta fuglar verið með munnvatn? Þeir eru ekki með munn, þeir eru með gogg. Ætti þetta þá ekki að vera goggvatn???

Ég lærði líka nokkur ný orð í trivial sem ég ætla að nota í þessari efnisgrein til þess að lýsa því hvað ég gerði um helgina:
Ég og Þór fórum í kveðjupartý til Svönu á laugardaginn og þar voru allir mjög lystig og við líka. Þar var fullt af fólki sem maður þekkti ekki og svo voru þarna Agnes og Jesse, Guðný og Jordi, Svana auðvitað, kynntist svo stelpu sem heitir Margrét og er úr Kópavoginum og strák sem heitir Ingi og er bassaleikari í sixties og fleiri hljómsveitum. Ég varð alveg ofboðslega skvompuð og var rosalega mikið fyrir fetann en það er allt í lagi því ég var ekkert ein um það. Við fórum svo á klúbb á Rambla Catalunia sem heitir City Hall en við Þór stoppuðum mjöööög stutt þar sökum skvompu og löbbuðum heim því við fundum enga leigubíla. Á heildina litið fínt kvöld. Á sunnudagskvöldið buðu Guðný og Jordi okkur í mat og þar voru Svana og Agnes og Jesse líka. Við fengum rosa gott að borða; Hráskinku og hollenska osta, pan con tomates, snakk og hnetur og svo alveg geðveikt góða pizzu með íslenskum pulsubitum á amminamm. Með þessu drukkum við svo alveg megagott rauðvín frá Ástralíu og einhverjar fleiri gerðir.....ohhh langar einhvern tíma til Ástralíu



vista-blogga-senda blogg

2 Comments:

Nafnlaus said...

Gvöööööðððð hvað ég er glöð að lesa bloggið þitt aftur elsku Eva. Búin að sakna þess ótrúlega. Búin að lesa þetta allt upphátt fyrir mömmu þína og Helgu vinkonu og að sjálfsögðu erum við búnar að hlægja okkur máttlausar. hahahahahahahah

Nafnlaus said...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.