12. september 2005

Loksins loksins loksins

Já eftir langa fjarveru vegna lokaverkefnis og sumarleyfis á Íslandi hefur skoffínið hafið ristörf að nýju. Ég vona að ég hafi ekki misst merkilega áhangendur vegna þessarar fjarveru...Davíð þú ert ennþá að lesa bloggið þó þú sért hættur í pólitík er það ekki? Linda...hvernig gengur með barnið?
Ég þarf náttla að segja frá því hvað hefur drifið á dag mína síðan í júlí og ætli ég stikli ekki bara soldið á stóru

Byrjun júlí: Fórum til Mallorca yfir helgi að hitta Perlu vinkonu og stóðið hennar (maður og þrjú börn). Við gistum á bleiku þjóðverjahóteli og fannst við minna mega okkar við hliðina á íslíngunum sem voru á lúxus hóteli með ABBA sýningum á kvöldin. Þetta var fín ferð þrátt fyrir að þetta hafi átt að vera brúnkuferðin mín en á endanum var skýjað og rigndi meiri hluta helgarinnar.

Til og með 27 júlí Var á kafi í lokaverkefni og átti lítið sem ekkert líf. Bögglaðist við að þykjast vera einhver innanhússarkítekt á meðan ég er concept hönnuður og grafískur hönnuður í hjarta. Svaf lítið, drakk mikið kaffi og Red Bull, eldaði aldrei og dagarnir liðu á ljóshraða. Ég átti að kynna verkefnið mitt 26, júlí og daginn áður var hjólinu mínu rænt. Ég stóð úti á götu og horfði á hjólastandinn í örugglega hálftíma að leita að hjólinu í einhverri von um að ef ég glápti aðeins lengur þá myndi það kannski birtast sniff sniff ...er ennþá ógeeeeðslega svekkt yfir þessu!!!

26. júlí kynnti ég lokaverkefnið mitt í svefnleysismóki og tókst ágætlega til. Gleymdi að vísu að nefna fullt af hlutum sem skiptu höfuðmáli í verkefninu (gáfað) og fór kannski aðeins of hratt yfir sögu en hey ég fékk átta og er komin í meistaraklúbbinn!!! Blóm og kransar afþakkaðir

Um kvöldið fluttum við Þór svo búferlum hér í Barcelona. Við búum núna á Concordia 50, Poble Sec, Barcelona ef einhver vill senda okkur bréf eða pakka eða jafnvel koma í heimsókn!!! Íbúðin er lítil og sæt á fimmtu hæð (eróbik marrrr) með pínulitlum svölum. Við bárum semsagt allt dótið okkar niður stiga af fjórðu hæð og upp stiga á fimmtu hæð í 35 stiga hita til klukkan 1 um nóttina...úff mæli ekki með því.

27. júlí vöknuðum við klukkan 5 og komum okkur út á lestarstöð og tókum lest til Alicante og flugum þaðan heim. HOME SWEET HOMEEEE!!! Mamma og pabbi tóku á móti okkur og áttum góða kvöldstund saman úti í garði í Skerjafirðinum.

28. Júlí - 1. Ágúst Á þjóðhátíð.....þar hitti ég þiiiiiig
Það var ekkert verið að stoppa neitt of lengi við í borginni og brunað beint á þjóðhátíð daginn eftir heimkomu. Það var ljúft á þjóðhátíð eins og alltaf og ég skemmti mér bara nokkuð vel. Árni var samt frekar slappur...Árni? Ef þú ert að lesa þetta...reyndu nú að fara að læra fleiri grip svo þú komist nú að minnsta kosti í gegnum “Ég veit þú kemur”. Já og “bjarnastaðabeljurnar” og “Ólafía hvar er Vigga” eru skemmtilegar einu sinni en ekki þrisvar fjórum sinnum á kvöldi.
Í heildina litið ágætis þjóðhátíð, lítið um slúður og engin dó alvarlega held ég.
Drífa...við verðum að poppa okkur eitthvað upp á næsta ári! Að minnsta kosti verður pönkhljómsveitin “hinir vanþakklátu” að gefa sér tíma í að semja lag!

Vikan eftir þjóðhátíð fór í að jafna sig og jafna sig aðeins meira.

Helgina eftir þjóðhátíð söng ég í einu stykki brúðkaupi í kópavogskirkju. Röddin var ekki upp á marga fiska eftir vestmannaeyjagaul en ég kom mér klakklaust í gegnum einn sálm (sem var verstur) Dagnýju ( sem er alltaf flott, sérstaklega með Perlu í dúett) og Perfect day (sem varð bara hálfgert kontrílag sökum hæsis) en hey kúl samt.
Fór um kvöldið að djamma með Þórunni stúderuðum Hressó til 6 um morgunin. Gaman gaman

2. helgina í ágúst fór ég á ættarmót með fjölskyldunni hans Þórs. Hún er alveg RISAstór!!! Mamma hans á alveg skrilljón systkyni á meðan mamma mín á ekkert. Amma hans átti held ég 15 börn og var ólétt stanslaust fram á miðjan aldur. Allt í allt eru þetta um 100 – 200 manns (afkomendur ömmu hans Þórs) á meðan afkomendur ömmu minnar eru mamma (og pabbi) Mummi bróðir (+ Alma og 2 börn og ég (og Þór) semsagt 8 manns með mökum. Smááááá munur. Alli bróðir hans Þórs og fjölskylda mættu óvænt frá jú-ess-ei og gerðu enga smá lukku því engin hafði vitað neitt.

3 helgina í ágúst var menningarhelgi. Á föstudeginum fórum ég og Drífa á rúllandi ópal fyllerý út um allan bæ, jiii hvað það var gaman og enduðum á 22 og dönsuðum eins og vindurinn.
Á laugardeginum fór ég svo á röltið og drakk í mig menningu í troðningi og múg og margmenni. Iss maður sér ekki rassgat á þessum degi. Maður þarf helst að vera kominn löngu áður en atriðið á að byrja sem mann langar að sjá. Líklega er best að koma þegar gestir eru að fara af sýningunni á undar (oft eru nokkrar yfir daginn af því sama) Við fórum svo á bar Reykjavík City hotel með Sighvati og Jóhönnu og drukkum rauðvín. Eftir það fórum við svo á Iðnó á Geirfuglana og það var ýkt gaman. Mér finnst þeir alveg ótrúlega skemmtilegir, svona soldið eins og að koma í partý og þeir eru meðal gesta.

Eftir þessa helgi fórum við Þór aftur til Eyja og vorum hjálpuðum tengdó að pakka því hún var að selja húsið sitt og kaupa íbúð. ....Bíddu nú við... Við fórum tvisvar í viðbót til eyja, nú er ég alveg orðin rugluð í þessum dagsetningum. Alla vega í ágúst þá fórum við tvisvar til eyja og í síðasta skiptið var það til að hjálpa tengdó.

Það er fullt af öðrum hlutum sem ég náði að gera og fólk sem ég náði að hitta. Aðra hluti náði ég ekki að gera og fólk sem ég náði ekki að hitta en ég bæti það bara upp um jólin mín kæru.

Við frestuðum fluginu okkar til baka til Barcelona tvisvar en núna erum við loksins komin í litlu íbúðina. Ég hef ekkert internet ennþá til að skoða póstinn minn eða blogga eða skoða moggan, tískusíður eða klám;) þannig að ég verð að láta mér duga að blogga í wordinu mínu, seiva og prófa svo að skella mér á litla internetkaffið sem er hér fyrir neðan.
...

...
Sit nuna a internetkaffinu og thad er allt trodid af folki herna sem er ekki a litin eins og eg ....en who cares 

Ég held að ég láti þetta duga í bili þetta er orðin allt of löng lesing herre gud.
Meira seinna
Yfir og út
Eva atvinnuleysingi en meistari



vista-blogga-senda blogg

1 Comment:

Laila said...

Hey - vei velkomin aftur í tölu hinna lifanda bloggara - tilhamingju með að vera komin í mastera hópinn - nú geturðu labbað um og sagt "kallaðu mig bara sir" - hihihi vantar að hafa krippling fyrir aftan sem segir "my master - my master" - ég er allaveganna með einn slíkan alltaf í eftirdragi - (leigði hann á 1 pund á dag). Leitt með hjólið - það eina sem þú getur gert er að líta á björtu hlíðarnar - minna að pakka þegar þar að kemur