23. október 2005

Spenna í lofti stórglæpir og fleira

Sunnudagskvöld á Concordia

Búin að liggja í vídeijó í dag en undir lok dags tókst mér að fara út og kaupa brauð til að búa til tapas (ásamt því að kaupa kepab til átu) og svo rétt áðan var ég meira að segja svo öflug að ég lyfti litla fingri og ryksugaði pleisið oooog bjó til myndartapas á fati. Og hver er svo ástæðan fyrir þessum myndarskap í brussu litlu??? Jú það er von á hefðarfólki frá Íslandi í heimsókn á Concordia. Perla vinkona og Kjartan eiktarmaður eru að koma með flugi (samt ekki EvaAir) á eftir og ég er alveg að pissa í mig af spenningi!!! Tapasið tilbúið, ískalt Cava bíður inni í ísskáp og það eina sem vantar eru gestirnir. Við erum að spá í að fara út á flugvöll og taka á móti þeim vegna þess að þau koma svo seint að rútur og stræóar verða hættir að ganga. Betra að fylgja þeim þá. Ég ætla að búa til skilti og allt og standa svo eins og bjáni með einkahúmorsskilti sem engum á örugglega eftir að finnast fyndið nema mér - en hverjum er ekki sama?
Það er tíðindalítið annars af okkur hér. Eftir að internetið kom þá hef ég orðið forfallinn ofnotandi "frétta"síðu sem kallast á þýddu máli "einfaldar fréttir" (vil sko ekki láta bendla mig við eitt né neitt). Ég segi ekki mikið um þessa fréttasíðu nema það að þar er allt sem mann vantar til að vera forfallinn sjónvarpssjúklingur og höfum við Þór lagt mikið á okkur núna í vikunni til að glápa á sem mest á sem minnstum tíma.
Á fimmtudagskvöldið fó ég í OT til Guðnýjar. Hún bauð okkur upp á rækjuforrétt í avócado og kjúklingasalat í aðalrétt. Í eftirrétt var svo auðvitað kaffi með baileys og íslenskt nammi amminamm. Eftir matinn var svo komið sér fyrir og horft á tvo fyrstu þættina í íslenska bachelornum og ÓMG!!!!! Ef þetta er ekki eitthvað sem á eftir að verða svoooo mikil snilld þá veit ég ekki hvað. "The Catfight Is On" og ég ætla ekki að missa af neinu. Verst að ég má ekki svindla og horfa á næsta fyrr en á fimmtudaginn, þá ætlum við að horfa á 2 í viðbót. Þetta eru þættir sem enginn ætti að láta framhjá sér fara því þetta er jú Ísland í dag.
Jæja ekki meira röfl í bili - ætla að fara að lóda inn myndum á myndasíðuna



vista-blogga-senda blogg

2 Comments:

Nafnlaus said...

hæhæ

ég var að skoða myndir þínar fyndið hvað alheimurinn er lítill eða íslendingar alls staðar en Svana sem er þarna úti var með mér í bekk í tæknó :D

small world
ég bið að heilsa henni allavega

Nafnlaus said...

hildur heheh