Áður en ég fór í ræktina í morgun fór ég upp á terrösu og tékkaði á þvottinum og það vantaði rétt herslumuninn upp á að hann væri þornaður. Það var heiðskýrt og ég hugsaði með mér að hann yrði akkúraat tilbúinn þegar ég kæmi heim.
... 1,5 klst síðar:
Ég kem út úr ræktinni og það er byrjað að rigna. Ég og Þór ákváðum að fá okkur kaffi og morgunmat á kaffihúsi á meðan rigningin myndi ganga yfir. Á meðan við vorum þar inni varð hún meiri og meiri og stríðir straumar af vatnsflaumi mynduðust á gangstéttinni fyrir utan. Þrumur og eldingar fóru að heyrast og og sjást og ég sá ekta teiknimyndaþrumu bara rétt á bak við húsið á móti kaffihúsinu. Synti svo heim í gegnum vatnshafið og sá engan tilgang í að bjarga þvottinum undan rigningunni, það eru takmörk fyrir því hversu blautur þvottur getur orðið og það verður ekki blautara en þetta;)
vista-blogga-senda blogg
1 Comment:
Kæra Skoffín.
Viltu vera svo væn að biðja hann Þór Vilhelm, að hafa samband við Hjálmar Kristinn.
Með vinsemd og virðingu
Hjálmar, sonur Helga
Post a Comment