14. desember 2005

Góðir Klakabúar og aðrir heimsborgarar af íslenskum ættum

Það er mér sönn ánægja að kynna það að ég mun stíga fæti á klakann eftir umþaðbil tvo daga!!!!! Já ykkar fagra snót mun læðast inn í landið á föstudagskvöld en því miður of seint til að skella sér á djammið hehehehe

Undirbúningur fyrir jólin er búin að vera á fullu hjá okkur hérna úti og það er búið að kaupa næstum allar jólagjafir. Á reyndar eftir að kaupa handa Þór og mömmu en það gerist í dag. Það má einnig nefna að jólagjafirnar eru nú þegar búnar að fylla eina tösku og taka sinn skerf af plássi í annarri en það verður nú að vera pláss fyrir einhver föt á mig og Þór því ekki getum við verið allsber um jólin því þá kemur jólakötturinn grrrrrrrrrr mjá!

Við hittum Marianne vinkonu okkar í gær. Hún kom í heimsókn til okkar því hún ætlar að fá að eyða köldum jólanóttum í íbúðinni okkar því hún var að missa húsnæðið sitt. Hún ætlar að bjóða okkur út að borða í staðinn og borgaði undir okkur kvöldmatinn í gær og ætlar að bjóða okkur aftur eftir jól. Við ræddum saman um heima og geima og drukkum slatta af rauðvíni og áttum góða kvöldstund saman. Lærði til dæmis nokkur ný orðatiltæki...

"The walk of shame" eða "skammarganga" = Það er þegar maður labbar heim daginn eftir með háhæluðu skóna í hendinni, ennþá í sparigalllanum.

"The away game" eða "að heiman leikur" = Sofa hjá heima hjá honum
"The home game" eða "heimaleikur" =Að taka hann með sér heim

..nokkuð góðir frasar frá Nýja Sjálandi

Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir öll fallegu og skemmtilegu "orðin" sem ég fékk í email frá hinum og þessum. Ég ætla að setjast niður í góðu tómi þegar ég kem heim og skrifa öllum orð til baka:)

Agnes húsavíkurjógúrt skoraði á mig að skrifa einhvern lista með alls konar upplýsingum um mig akkúrat núna td. hvað ég er að hlusta á og í hverju ég sé og sollis. Ætla að pósta það hér í nánustu framtíð en fyrst þarf ég að velja mér kúl föt, kúl tónlist og kúl allt ...hitt og þetta áður en þessi listi verður skrifaður...nei djók:)

Jæja best að fara að gera eitthvað semímerkilegt
Ciao í bili mín kæru lesendabörn og búalið (eða það hélt ég sko alltaf að þetta væri, eitthvað sveitapakk hehehe). Þetta á náttla að vera búalir (hvað sem það nú er....er úr borg)

Verið berrössuð
Eva



vista-blogga-senda blogg

1 Comment:

Nafnlaus said...

Góðan og blessaðan

Veðurfréttir f. spanjóla

Veður guðir hafa verið góðir við frónbúa en sólin hefur ekki látið sjá sig, er enn víst í fýlu og felur sig bak við ský. Einhver sagði mér að hún tekur sig til á hverju hausti og fer í fýlu alveg fram á vor en enn hefur ekki fengist staðfest hvað veldur fýlunni

Kveðja
aillh allip