22. júní 2006

Ekki í dag

ekki á morgun
ekki hinn
ekki hinn
ekki hinn

...heldur hinn kem ég heim!!!!

Sit núna og á að vera að klára logo/letterhead vinnu en stundum er svo erfitt að drulla sér að verki. Því fannst mér mikilvægara að fara á netið og blogga til dæmis um það að tánöglin mín er ennþá blá eftir fatlafólið í H&M um daginn, það var nú meiri brjálæðingurinn.

Við Þór fórum á ströndina í Sitges í gær til þess að brúnkast smá. Við fórum á strönd þar sem skiptir engu máli hvort þú ert í bikini eða ekki. Ég get því sagt með fullvissu að ég hef aldrei séð jafn mörg og mislöng tippi á einum degi eins og ég sá í gær. Það virtist ekki vera jafn vinsælt hjá konum að vera á skvísunni en það voru þó einhverjar að láta vindinn leika um hana. Um miðjan dag mættu þessar líka þvílíku gellur á minipilsum og berar að ofan. Þær voru allar með beinstíf silikon brjóst og voru ekkert smá stoltar af þeim. Þegar maður fór svo að skoða nánar þessar svaka ofurskutlur nánar (maður komst ekkert hjá því, þær voru svo áberandi) þá kom í ljós að þetta voru allt fyrrverandi karlmenn!!! Kid u not!!! Ég segi nú bara húrra fyrir þeirra lítalækni það mátti varla sjá vegsumerki karlmennsku þarna.

....já það er margt skrítið í kýshausnum og þá aðallega við mannfólkið...þó að ég viti ekki alveg hvernig við komumst öll fyrir í honum ;)



vista-blogga-senda blogg

1 Comment:

Nafnlaus said...

Æði -
hefðu svo viljað sjá "Freakin"
alltaf gaman að rýna í brjóst og vöxt annarra