Var að velta fyrir mér hvort ég væri orðin svona svakalega slakur bloggari að enginn nennti lengur að skoða bloggið mitt en svo er það bara ekki málið.....ég tel ennþá að ég eigi vini og fólk sé ekki búið að gleyma mér þó að ég hafi búið í Barcelona í 1 og hálft ár. Er það ekki annars? Þið munið alveg ennþá eftir mér...hér er allavega nýleg mynd af mér:
Ég er semsagt búin (loksins) að uppgötva það að það er bara ekkert hægt að kommenta á bloggið mitt, god knows wy ladies and germs. Ég "held" að ég hafi ekkert verið að fikta en það hefur ekki komið neitt komment síðan wham kom á síðuna. Þetta er kannski þeim að kenna?
Ég ætla að vinna í þessu, því það gengur engan veginn að vera bloggvinalaus.
Annað í fréttum er að dótið okkar er komið á bretti og bíður heimferðar með skipi. Við Þór komum svo heim 27. júní til í sumartuskið hér og þar um landið. Við byrjum á því að fara í fjölskylduferð til Aðalvíkur sem er á Vestfjörðum og svo er önnur útilega 3ju helgina í júlí en herrar mínir og frúr þann 8. júlí (laugardagur, önnur helgin í júlí) ætla ég að halda upp á afmælið mitt og fagna því að vera flutt heim að nýju. Þið eruð að sjálfsögðu boðin og ég læt svo vita nánar hvar partýið verður.
Svona partý krefst náttla nákvæmrar skipulagningar til þess að það verði sem gamanast . Tónlistin skiptir þar höfuðmáli (fyrir utan það náttla að einhverjir mæti) og mig langar að biðja ykkur um að senda mér annað hvort sem komment eða póst lög sem ykkur finnst nauðsynleg í góðu partýi. Líka ef það er eitthvað lag sem minnir ykkur á mig eða minningar sem við eigum saman. Ekki vera feimin, engin lög eru asnaleg. En ef það er Lalíf eða stafrófslagið með kindakórnum þá á ég það ekki til (en langar mjög að eiga!!!!!)
Jæja bless í bili, best að laga kommentavandamálið og kúka í buxurnar af stressi yfir burtfarartónleikunum mínum sem verða á morgun.
Eva Ópera
vista-blogga-senda blogg
2 Comments:
Vandamálið leyst?
think so
Æji greyið mitt. Erfitt að eiga enga vini...yeahhh sure. Þér myndi örugglega aldrei takast að verða vinalaus. Amk losnarðu aldrei við mig..nema ef þú myndir halda við manninn minn...nei annars, það er heldur ekki hægt, það væri sifjaspell. ojojojoj. Hvaða bull er þetta.
Hlökkum hrikalega til að hitta ykkur í næstu viku. Gangi ykkur vel að klára BCN.
Faðm, koss, knús og allt það
Post a Comment