Já ég er komin til landsins...fyrir löööngu og er að koma mér fyrir í Þverholti. Ég hef ekki bloggað rass í bala af því að ég er búin að vera í vandræðum með bloggið að undanförnu. Bæði deyr síðan þegar ég er að pósta þessum líka listaskrifum sem ég eyði af og til tíma í að skrifa á bloggið og svo hefur spamheimurinn uppgötvað síðuna mína sem þýðir að ég þarf að fara að uppfæra template þannig að ég geti notað word verification á blogginu.
Þið sýnið þessu bara þolinmæði....hugsið þetta bara sem nett sumarfrí Skoffínsins
Bæ að sinni, vona að ég hafi ekki skrifað þetta til einskis
vista-blogga-senda blogg
0 Comments:
Post a Comment