31. ágúst 2006

Blaður á fimmtudegi

Ég hef verið að vinna svo mikið að ég hef ekki haft
tíma til að bullukollast nógu mikið. Svo þegar ég hef smá tíma aflögu
þá dett ég inn í nýja hobbíið mitt....stumble  Þarna get ég rúntað um netið í margar margar margar mínútur og uppgötvað ýkt kúl síður.

Síðustu helgi fór ég í brúðkaup (aftur) og í þetta skiptið var það rómatískt sveitabrúðkaup hjá Helgu Dís Véfrétt og Þórði Sveimhuga. Þetta var rosalega falleg stund í sveitinni og ég grét hamingjutárum og allt. ég er samt ekkert væmin takk!!!

Ég
fékk nú netta kastið í gærkveldi þegar í ljós kom að Magni hafði fengið
flest stig af öllum í supernova. HAHAHAHAH Íslendingar komu honum loks
á toppinn með samátaki um kosningu. Ég frétti af einum sem var með
róbóta í tölvunni sinni sem kaus fyrir hann. Svo frétti ég líka að
Magni hefið fengið roosa mikið af atkvæðum frá Hawaii...eða sko
Íslendingum sem sem stilltu tölvurnar sínar á "timezone" Hawaii og kusu
fram að hádegi. Ég ætla að gera það næst. Ég var alveg viss að hann eða
Storm Large myndu fara út og svo þegar það var tilkynnt að hann væri
efstur þá bara fór ég að hlæja svona hissahlátri.
Svo tók ég eftir
einu í gær. Það er búið að breyta KFC auglýsingunum í Supernova og ein
þeirra er tekin í gettohverfinu mínu, já meira að segja bara rétt við
hliðina á mér í Hampiðjuhúsinu. Það var kveikt í því í gær....tvisvar
og ég er orðin soldið þreytt á unglingaskaranum sem chillar þar hvort
sem það er morgun, dagur, kvöld eða nótt....eiga þessi börn enga
foreldra spyr ég nú bara (ein áhyggjufull og hrædd við unglinga)
ehehehhe. Svo las í ég Fréttablaðinu að það á loksins að rífa þetta hús
í september. Hjúkkitt!!!!! Þá er bara að losna við konulamningamanninn
í næstu íbúð, og þá er ég nokkuð sátt. Segi ykkur söguna af honum í
næsta bréfi.

Lifið í sátt og samlyndi
Ble E



vista-blogga-senda blogg

0 Comments: