Fór á minn fyrsta fund fyrir helgi með viðskiptavinum sem hugðu á viðskipti.
Ég var voða pro og kom með viturlegar athugasemdir og skemmtilegar uppástungur. Á miðjum fundi fór ég eitthvað að troða græna pennanum mínum upp í mig (god knows why) þess á milli sem ég skrifaði niður merkilega punkta. Allt í einu fann ég eitthvða skrítið bragð upp í mér og hríslaðist um mig hræðilegur aulahrollur "ÓÓÓÓ NEIIII PENNINN LEKUR!!!!"
Ég strauk laust um varir mínar og puttarnir urðu allir grænir. Díses kræst hugsaði ég.......mér er lúði frá helvíti og engin á eftir að taka mig alvarlega. Þar að auki varð penninn endilega að vera grænn þannig að fólkið frá þessu fyrirtæki kallar mig örugglega núna "Eva græna" eða "Grænhöfði" eða Ninja Turtle (kannski langsótt)" eða eitthvað þaðan af verra. Ég afsakaði mig pent og fór fram í panikk að þurrka mér í framan og það var endalaust mikið af lit. Ég náði þó að ná litnum af og koma inn á fundinn aftur rauðari í framan heldur en ég var græn um munninn stundu áður. Hmm skringilega orðað " Ég var rauðari en græn"
Skil ykkur eftir með þetta, einhver annar með lúðasögu af sér?
powered by performancing firefox
vista-blogga-senda blogg
2 Comments:
ha ha ha, þú ert snillingur!!!
Þetta hljómar eins og eitthvað sem gæti komið fyrir mig... en líttu bara á þetta þannig; nú hefurðu lært eitthvað nýtt...!
Post a Comment