Nú er önnur vikan í gangi sem okkur Þór tekst að vakna klukkan 06:30 (með örfáum undantekningum) og drullum okkur í rækt. Þetta er alveg geysilegt átak að vakna svona snemma en þegar maður er búinn að koma sér í gegnum mesta átakið, þ.e. að standa upp úr rúminu, þá er þetta bara minnsta mál í heimi. Skemmtilegt að segja frá því að einmitt núna áðan þegar ég gekk út úr ræktinni útbrennd og sælleg þá gat ég ekki annað en brosað út í annað og jafnvel hlegið pínulítið þegar upp að líkamræktarstöðinni bakkaði heill risasendibíll af sykri. Já Dansukker var að keyra birgðir út um borgina og Laugar eru víst enginn undantekning þegar kemur að sykuráti.
Ég fékk athyglisvert sms frá Sollu í gær
"Jukka er að leita að þér"
Ég kom að fjöllum en fattaði samt að nafnið var finnskt. Í kjölfarið fylgdi e-póstur. Solla forwardaði á mig pósti sem hún hafði fengið frá Jukka þar sem hann var að leita að mér og spyrja hvort hún þekkti mig. Þá kom í ljós að þetta er strákur sem ég söng inn á plötu fyrir í Helskinki þegar ég var þar og hann er einhverra hluta vegna að reyna að komast í samband við mig. Líklega til að gera mig heimsfræga. Hvað haldið þið?
vista-blogga-senda blogg
3 Comments:
Heimsfrægð!
Ekki spurning. Pottþétt heimsfrægð. Frábært framtak með ræktina - áfram þið.
Já, nýjustu heimildir benda til heimsfrægðar. Best að fara að undirbúa sig!
Post a Comment