19. febrúar 2007

Eftirhelgi heilabrot

Sæl og velkomin í nýja viku:)

Ég get ekki látið vera að blogga um atburði helgarinnar og lýsa yfir ánægju minni að víkingur Íslands, sem býr reyndar í Norgí, verði okkar framlag í Evróvision. Eiríkur rauði er holdgervingur víkingarokkÍslands og má kannski afsaka það að hann búi í Noregi að hann sé sá víkingur sem fór "back to the roots". Svo er alveg pottþétt að við fáum atkvæði út á þátttöku hans í Evróvision spjallþáttunum síðastliðin ár. Maður veltir fyrir sér hver mun sitja þar í staðinn fyrir Eika. Ég persónulega bíð mig alveg fram í það en ég þyrfti væntanlega túlk með mér því ég kem ekki heilli setningu út úr mér á dönsku án þess að það slæðist inn spænsk-enska.

Ég tók eftir í morgun að það er komið nýtt blað á markaðinn, sem 365 veldið er víst búið að afneita, þe láta sem það sé ekki til. Mér persónulega sýnist þetta bara hið ágætasta rit við fyrstu sýn með fullt af alls konar efni úr öllum áttum. Byrjunarvandamál eru að sjálfsögðu til staðar eins og til dæmis orðskipti milli lína í greinum og skurður/blæðing á blaðinu er eitthvað ekki í lagi og líða auglýsingar fyrir það. En verður maður ekki að fyrirgefa slíkt ef það er ekki til staðar í útgáfu númer 2.

Nú líður að þrítugs afmæli Ollu skvísu næstu helgi. Ég verð að viðurkenna að ég hefði átt að pæla miklu fyrr í þessu afmæli því það er búningaþema. Ég þarf að vera fræg persóna og ég er ekkert búin að pæla í þessu. Maður verður að fara að leggja hausinn í bleyti og koma upp með eitthvað með lágmarksfyrirhöfn.

Jæja, bless í bili
Ív



vista-blogga-senda blogg

1 Comment:

Nafnlaus said...

Kæra Eva Díva og Þór Þverbiti

Vill leggja til tvennt

1. Búningur: Vickie Pollock (eða ég held hún heiti það úr Great Britain, ye but, no but, ye but )

2. Þetta er fyndið: http://www.huaren.com/fun/English.htm

Veriðiði sæl

Hjálmar