Úff hvað ég er rosalega löt akkúrat núna.
Merkilegt samt að þrátt fyrir afspyrnuleti nenni ég að blogga um það hvað ég er löt. Leti er ótrúlega pirrandi. Ef maður er latur þá finnst manni að maður sé að svíkjast um og valda heimunum vonbrigðum vegna lélegra afkasta. Vá hvað maður er orðin klikk.
Líklega er samt góð og gild ástæða fyrir því að ég er með samviskubit yfir leti. Jú það er vegna þess að á meðan ég er hér að gera ekki rass í bala þá gæti ég verið að þvo þvott, brjóta saman föt inni í svefnherbergi (eitt leiðinlegasta verk veraldarsögunnar), vaska upp, lesa yfir söngnótur, já eða vinna smávegis...því aldrei er of mikið unnið skal ég segja ykkur.
En þarf maður alltaf að vera vítamínsprauta dauðans sem hefur ekki rétt á letikasti nema að maður eigi ekkert verk eftir að gera....og ég bara spyr, hvenær eru hlutirnir þannig...aldrei!
allavega ekki hjá mér.
vista-blogga-senda blogg
1 Comment:
Bara til að hafa það alveg á hreinu þá eru leiðinlegustu verk veraldarsögunnar tvö. Annarsvegar að taka úr vél og hengja upp (sem felur í sér að taka niður og brjóta saman) og hinsvegar að skipta á rúmi. Þá helst ef það er með svona gati á miðju sængurverinu sem er varla nógu stórt til að troða sænginni inní.
Vildi bara koma þessu frá mér.
Post a Comment