Seasonal greetings til allra skattgreiðenda á Íslandi!
Mikið rosalega finnst mér leiðinlegt að gera skattaframtal. Sú var tíðin (fyrir tveimur árum) að allt kom sjálfkrafa inn hjá mér og ég þurfti bara að ýta á send. Núna er ég stoltur vasknúmerseigandi og þarf að setja inn alls konar tölur sem ég kann engin skil á og skil ekki upp né niður. Já ég viðurkenni hér með vanmátt minn í skattamálum og veit enga lausn nema að skreppa í heimsókn niður á skatt í fyrramálið og fá hjálp og vinir mínir það er ennþá leiðinlegra að fara þangað og bíða í röð en að sitja heima við skjáinn og klára þetta þar.
Ég velti því fyrir mér hvort öðrum stoltum vasknúmershöfum er það í blóð borið að kunna að færa inn allar þær tölur og útreikninga (sem ég kann ekki heldur að reikna) inn á þetta blessaða framtal.
Á næsta ári verður ekkert rugl...ég fæ mér endurskoðanda!
vista-blogga-senda blogg
0 Comments:
Post a Comment