3. apríl 2007

LÍN í flippi

Hver skuldar ekki LÍN? Ég skulda allavega og í hvert skipti sem umslag kemur inn um lúguna hjá mér merkt LÍN þá tekur hjartað lítinn kipp og óskar þess heitt að rukkunin sé lág í þetta skiptið.
Í dag fékk ég TÍU STYKKI af umslögum frá LÍN!!!!
Ég fékk að sjálfsögðu áfall áður en ég opnaði og hugsaði..."já nú setja þeir mig á hausinn" en nei...
...í umslögunum tíu voru tíu alveg eins bréf sem óskuðu eftir því að ég tæki þátt í könnun um námsdvöl mína erlendis. Hvað er að þessu LÍN liði. Væri ekki gáfulegra að spara aðeins pappírskostnaðinn og lækka vextina mína sem nemur öllum þessum bréfakostnaði. Svo stóð líka í bréfinu að fimmtugasti hver þátttakandi fengi út að borða á Grillið. Ég hlýt þá að eiga sjúklega góða möguleika á vinningi ef ég skila inn tíu svörum;)



vista-blogga-senda blogg

0 Comments: