17. apríl 2007

Um skotárásina í Virginíu



Sorglegar fréttir sem bárust frá Virginíu í gær þar sem 32 voru drepnir af ástsjúkum klikkhaus (vægast sagt).

Bush sagðist í gær harmi sleginn og lofaði að hann og kona hans Lára myndu biðja til Guðs fyrir fórnarlömbunum.

Ég spyr mig, er það það besta sem þessi maður getur gert? Er þetta það sem kallað er að sýna hug í verki? Valdamesti maður heims kann engin ráð nema að biðja bænir.

Væri ekki ráð kæri Bush að fara að leita að öllum þessum skrúfum sem vantar í hausinn hjá þér, skrúfa þær fastar og fara að vinna fyrir þjóðina þína af einhverju ráði (svona á síðustu metrunum sem þú hefur). Herða byssulöggjöfina í landinu þínu og stíga frá völdum með einhvern snefill af reisn!!



vista-blogga-senda blogg

2 Comments:

Nafnlaus said...

heyr heyr

Nafnlaus said...

Má aldrei skjóta neinn, þá verða allir brjálæðir........