4. maí 2007

8 dagar!!!!

Shit ...átta dagar í Júró og ég er ekkert búin að ræða þetta við ykkur!!!

Hvað finnst ykkur um Júró í ár? Er þetta dauði eða eru þetta heimsyfirráð hjá Eiríki rauða? Förum við upp úr undanúrslitunum??? Mun Eiríkur hrækja á blaðamenn eða er það "so last year"

...sem minnir mig á það...átta dagar í kosningar og ég er ekkert búin að ræða þetta við ykkur. hvað ætlið þið að kjósa? Mun Ómar verða ráðherra og syngja "tröllin hlæja hohohohohoho" Mun Framsókn koma á óvart og græða atkvæði á auglýsingunum sínum og með því að keyra fólki á kjörstað í rútum? Mun Ingibjörg röfla sig í ráðherrastól? Mér fannst pínu skondið að sjá Rassa Prump á lista hjá íshreyf og sá strax í kollinum gott tónlistarmyndband með Trabant inni í alþingissal. Þar sem hann stendur í pontu ber að ofan með bindi og þrumar yfir liðið einhverju góðu kreisí little sexý boy lagi. Sjáið þið þetta ekki alveg fyrir ykkur?

Læt ykkur með þessar hugsanir í bili, heilaprumpinu lokið að sinni,
Eva Evrópía



vista-blogga-senda blogg

0 Comments: