8. maí 2007

Júrólögin í hnotskurn

As we speak þá er ég að hlusta á Eurovision lögin og gera þeim skil hér hvert á fætur öðru í stafrófsröð landa. Ég er bara að hlusta og ekki að horfa nein myndbönd. Kannski set ég upp lista með þeim sem mig grunar að fari áfram úr forkeppni.

1. Andorra - Salvem el móm "Let's save the world"
Háskólarokk og samblanda af ensku og spænsku. Ósköp týpískt útvarpsrokk eitthvað eða úr OC eða eitthvað álíka. Greip mig ekki svo.

2. Albanía - Hear my plea
Grípandi viðlag "Hear my plea" og ég fíla alltaf soldið þennan þjóðlagafílíng í lögum. Samt ekkert breakthrough.

3. Armenía - Anytime you need
Tjahh hvað get ég sagt. Er þetta ástarlag úr 2. seríu af Bold and the beautiful? Sjúklega væmið.

4. Austurríki - Get a life "get alive"
Mér varð hugsað til "It's my life" með Bon Jovi, svona svipað grúv.

5. Bosnía & Hersegóvína - Rijeka bez imena
Hvaða tungumál er talað í Bosníu og Hersegóvínu? Hljómar allavega mjög flott í þessu lagi. Mér finnst þetta soldið flott lag og röddin í söngkonunni falleg og dramatísk. Flottur miðjukafli með hækkuninni.

6. Belgía - LovePower
Huhh er þetta Cliff Richards að syngja diskó? Smá george Michael í þessu líka. Mér verður hugsað til bylgjupopps 1993. Fæ pínu klíju.

7. Búlgaría - Water
Undirtaktur minnir mig soldið Chemical brothers en samt og svo kemur vælan þarfna ofan á, sem gefur þessu svona austurlanda spenning. Það er eitthvað sem heillar mig við þetta en eitthvað líka sem pirrar mig. Kannski er þetta ekki nógu mikið sönglag og það er það sem er að pirra mig.

8. Belarus/Hvíta Rússland - Work Your Magic
Mjög týpískt júróvisjón lag sem minnti mig soldið á Ricky Martin, bara miklu betri söngvari (amk með breiðara raddsvið)

....Ehhh þetta er ekki lengur í stafrófsröð, hmmm...jæja þá er þetta bara í þeirri röð sem það er í playlistanum mínum....

9. Sviss - Vampires are alive
Þetta var Júrótrash teknó

10. Kýpur - Comme ci Comme ca
Annað teknó - Mjög óeftirminnilegt. Lagið var að klárast og ég men ekki hvernig það var.

11. Tékkland - Malá Dáma
What the hell????? Þetta var ógeðslegt og óaðlaðandi. Er verið að reyna að herma eftir Lordi röddunum?

12. Danmörk - Drama Queen
"I'm a drama queen tonight, all my troubles are out of sight" Solla benti mér á textann. Er þetta ekki soldill tvískinnungur. Er ekki allt vandamál hjá dramadrottningum. Lagið bara svona típískt teknójúróvisjón lag.

13. Eistland - Partners in crime
Soldið sérstakur hreimurinn í enskunni "partnörs in crime" Allt í lagi lag en frekar flatt.


14. Spánn - I love you mi vida
Ruslönubyrjun með trommum og nokkrum hey-jum. Mér finnst þetta soldið skemmtilegt lag. Kannski er það af því að ég er orðin svo mikil espanjóla eftir dvölina í Barcelona en það er eitthvað við þetta.

...úff ég er ekki hálfnuð, dómarnir verða kannski bara þynnri og þynnri með hverju laginu!!!

15. Finnland - leave me alone
Mér finnst þetta nú bara ágætis popp/rokk lag.

16. Frakkland - L'amour à la Francaise
Mér finnst þetta soldið skemmtilegt lag en ekki á neinn hátt beint júróvisjónlegt. En ég tek eftir því núna að þetta árið virðist vera lenska að blanda saman móðurmáli og ensku.

17. Georgía - Visionary dream
Soldill Madonnufílíngur í þessu, sömu svona (hvað kallar maður það) sampl-effectar og í Ray og Light laginu.

18. Bretland - Flying The Flag (for you)
Hmm byrjaði eiginlega eins og Barbiegirl með Aqua. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja meira. uppáhaldslínan er "Your exits are here, here and here"

19. Grikkland - Yassou Maria
Mér fannst svipað um þetta eins og lag númer 8.

20. Króatía - Vjerijem u Ljubav
Öhhhh leiðinlegt, fíla ekki röddina í kallinum

21. Ungverjaland - Unsubstantial blues
hey ég er búin að heyra þetta lag áður og þetta er þrususöngkona. Hún er 17 eða 18 ára og ég fíla ryðið í röddinni hennar. Ég fíla þetta lag og vona að það komist ofarlega. Það er öðruvísi en öll hin (so far)

22. Írland - They can't stop the spring (Ireland)
Nei þeir stoppa ekki vorið. Maður veit um leið að þetta er Írland þegar flautan byrjar;) bara ágætis lag eins og oftast frá Írum

23. Ísrael - Push the button
Sko - Mér finnst lagið sjálft alveg töff með furðulegum blöndum af tónlistarstefnum en mér finnst pólitískur áróðu mega missa sín í keppni sem þessari. Er Ísrael yfirleitt í Evrópu?

24. Ísland - valentine Lost
Eiríkur, you rock! Ég myndi henda nærbuxunum mínum upp á svið honum til stuðnings;)

25. Litháen - Love or leave
Glatað lag - sérstaklega á eftir Eika rauða

26. Lettland - Questa notte
Óperu gaurarnir heilluðu mig ekki svo

27. Moldavía - Fight
Flott byrjun.... Þetta er nokkuð flott lag, en það skemmir soldið fyrir mér að ég var búin að sjá myndbandið af þessu lagi og þar passaði gellan ekki alveg hinn í hermannahlutverkið sitt. Flott lag samt sem áður.

28. Svartfjallaland - Ajde Kroci
Otsí Kotsí kotsí kotsí - eitthvað grípandi við þetta. Byrjaði boring en vann á.

29. Fyrrverandi Makedonía? - Mojot svet
Hmmm ég var svo upptekin af því að pæla hvort Fyr Macedonía þýddi Fyrrverandi Makedónía að lagið leið hjá svona nokkurn veginn. Það var bara allt í lagi. Best að komast að þessu með þetta FYR.

30. Malta - Vertigo
Ágætis power, svo er vertigo svo flott orð;)

31. Holland - On top of the world
Svona Bylgju Anastaciu lag - ekki minn tebolli sosem

32. Noregur - Ven a bailar conmigo
Suðræn sveifla í fjörðunum í norðri. Ágætis sveifla og fílk fílar það.

33. Time to party (Poland)
Ekta píkupopp með ágætis brassparti sem kemur á milli. Lafþunnur texti, eins og svo oft

34. Danca conmigo (Portugal)
Það er alveg sama hvernig lag þetta er, ég er búin að sjá myndbandið af greyjið konunni í gardínukjólnum. Það er ekkert hægt að draga það út úr kollinum á mér.

35. Rúmenía - Liubi, Liubi, I love you
Mér fannst þetta ekkert skemmtilegt lag

36. Serbía - Moltiva
Þetta er flott lag! - Held að þetta verði ofarlega

37. Rússland - Song No. 1
Voða Britney popplag....er ég ekki að verða búin að hlusta á öll þessi lög

38. Svíþjóð - The worrying kind
Er verið að spá þessu lagi sigri? Mér finnst nú margt betra en þetta. Samt soldið skemmtilegur late seventies happy times fílíngur í þessu.

39. Slóvenía - Cvet Z Juga
Úff ég er komin með júróvísjónhöfuðverk, fer þetta ekki að verða búið? Mikið er ég fegin að það eru ekki 41 lag í aðalkeppninni!!

40. Tyrkland - Shake it up Shekerim
Hvar ætli i-podinn minn sé, ég hef ekki séð hann öfga lengi! Ég vona að ég sé ekki búin að týna honum. Hef ég nokkuð gleymt honum hjá einhverjum ykkar?

41. Úkraína - Dancing lasha tumbai
Síðasta lagið!!!!! Úkraína á þýsku?

Veiiiiii mér tókst að hlusta á 41 lag án þess að láta lífið þrátt fyrir smá austantjaldslagahausverk. Ég held ég þurfi að melta í smá stund hvaða lög ég tel komast upp úr undanúrslitum, ég bara get ekki meir í bili pheeeewwwww.



vista-blogga-senda blogg

3 Comments:

Nafnlaus said...

En hvað fannst þér um þýskaland??? :)

Nafnlaus said...

Ertu hætt að vinna ?

Skoffínið said...

Já Þýskaland, það vantar það!!!! what the hell.

já það er rétt Hjalli það fór kannski aaaaaðeins of langur tími í þetta litla blogg mitt ;)