25. maí 2007

Tíminn og ég

erum stundum ekki alveg á sömu blaðsíðu. Flestar mínar vinkonur sameinast um það að hafa einhvern tíma lent í því að ég er sein og ég fæ óspart að vita það frá þeim. Líklega er ég farin að lifa skv því að ég sé alltaf sein. Samt er ég "selectively" sein. Ég til dæmis er ekki vinnusein innan akademískts korters og ég mæti ekki of seint á tónleika, í bíó (í lagi að sleppa auglýsingum) eða í leikhús. Það koma stundir sem ég ætla sko virkilega að sýna þeim (sem segja að ég sé sein) að ég geti sko alveg mætt á réttum tíma. Um leið og ég tek þá ákvörðun byrja undarlegir hlutir að gerast sem gera það að verkum að það verður mér gjörsamlega ómögulegt að mæta á réttum tíma. Tökum sem dæmi "ljótuna". Hvað er það??? Og af hverju lenda bara stelpur í ljótunni???? Maður stendur allsber fyrir framan fataskápinn og það er skiptir akkúrat engu máli hvað ég myndi velja mér, ég yrði eins og Ingjaldsfíflið í öllu. Gæti allt eins farið í náttfötum í partý eða matarboðið. En bíddu.... það er kannski málið? Allavega eru unglingar út um allan bæ að chilla í náttfötunum. Ekkert smá hentugt, þá þarf maður aldrei að velta fyrir sér fötum, maður fer bara í því sem maður svaf. Ætli þetta muni lækna seinkuna mína?

Guess not

...en var það þetta sem ég ætlaði að blogga um? nei! Ohhh shit fokk ég er búin að gleyma því sem ég ætlaði upphaflega að tala um. Það var geðveikt merkilegt (minnir mig)....

já frábært!"$#/&%"$) greyjið Eva seina og gleymna



vista-blogga-senda blogg

5 Comments:

Drífa Þöll said...

krúsí mín, við elskum þig þrátt fyrir öll þau skipti sem við höfum þurft að bíða eftir þér!

Nafnlaus said...

Þú ert yndisleg þrátt fyrir "seinuna". Þetta kemur með aldrinum....eða ekki, who cares

Guðmundur G. said...

bíða hvað. ég man ekki eftir að hafa beðið eftir þér...
btw:
http://gudmundurg.blogspot.com

Nafnlaus said...

Þú ert bara mesta dúllan..... Kveðja frá Murciu

Véfrétt said...

Ég hef aðlagast þessu í tímans rás og gef Evu Hrönn upp lauslega aðrar tímasetningar en öðrum (svona 1/2 - 1 klst fyrr). En reyndar er ég enn að bíða eftir henni í innflutningspartíið mitt... í síðustu íbúð... ;-)
Til hamingju annars með ammílið (á morgun), því seinkar allavega ekki...