6. september 2007

Nýtt stundargaman

Ég hef uppgötvað nýtt stundargaman sem ég hef skemmt mér yfir og vil deila með ykkur svo þið getið gert slíkt hið sama.
Það er nýbúið að skíra allar strætóstöðvar nýjum nöfnum og nú getur hver og einn rúntað um götur borgarinnar og gert sér að skemmtilegum og fróðlegum leik að geta upp á hvað næsta stöð heitir. Ég veit til dæmis núna hvað allar stoppistöðvarnar heita frá Þverholti upp í Ármúla. Finnst ykkur þetta ekki frábært.

Svo vildi ég líka segja að mér finnst Jesújúdasauglýsingin fyndin og hún særir ekki mína trúarlegu vitund.

takogbles



vista-blogga-senda blogg

0 Comments: