15. október 2007

Röfl dagsins

komiði sæl og blessuð

Í dag ætla ég að röfla um frétt sem ég var að lesa á mbl.is
Þar er tilkynning frá Líffræðiskori Háskóla Íslands:


"Fundur líffræðiskorar raunvísindadeildar Háskóla Íslands, haldinn 12.10.2007, harmar þá afstöðu fulltrúa Íslands í Evrópuráðinu, Guðfinnu Bjarnadóttur, að greiða atkvæði gegn ályktun ráðsins sem varar við því að sköpunarkenningin verði kennd sem vísindagrein í hinu opinbera menntakerfi Evrópulanda, að því er segir í ályktun líffræðiskorar."
Það kemur jafnframt fram í bréfinu að Líffræðiskorið beinir þeim tilmælum til ríkisstjórnar Íslands að þessi Guðfinna verði kölluð heim og að skipt verði um fulltrúa í Evrópuráðinu.

HEYR HEYR!!!
Mér finnst alveg fáránlegt að fulltrúi þeirrar þjóðar sem trúir mest allra þjóða í heimi á þróunarkenninguna skuli ekki vera sammála því að það sé vafasamt að kenna sköpunarsöguna sem vísindagrein í skólum. Er hún Guðfinna sköpuð úr rifi einhvers manns úti í bæ?
CHRIST OHHH MIGHTY



vista-blogga-senda blogg

0 Comments: