5. nóvember 2007

Sumarbústaður um helgina

Hæ fólk

Helgin búin og hún var góð.
Fórum saman ég, Laila, Drífa, Helga Dís og Katla í sumarbústað í Ölfusborgum. Það var mikið spjallað, drukkið, borðað, spilað og alls konar meira. Til dæmis skoðuðum við veiðisafnið á Stokkseyri með gíraffa, zebrahesti, ljónum og skrilljón öðrum dýrum. So urðum við kynferðislega hrifnar af jakkafataauglýsingaplakati á Selfossi og Laila ætlar að stofna aðdáendaklúbb fyrir það. Vinkonuleikurinn mikli var haldinn annað árið í röð og vann Laila titilinn í þetta skiptið. Ég stóð mig ekki eins vel í ár eins og í fyrra þegar ég var í öðru sæti og hreppti síðasta sætið. Það þýðir bara að ég þarf að fara að vera betri vinkona og læra alls konar hluti um stelpurnar utan af ;)

Hér eru myndir



vista-blogga-senda blogg

0 Comments: