Fór með Þór og mömmu og pabba í bíó áðan á eina íslenska. Góður húmor, falleg Flatey, þvílík sumarnostalgía. Skellið ykkur í bíó um helgina ;)
ps. Finnst ykkur ekki merkilegt að hlusta á hljóð frá nággrönnum? Þið munið kannski eftir ðe kreisi ones hérna um árið en núna í janúar er einmitt eitt ár síðan þau fluttu úr Þverholtinu, guði sé þakkargjörð! Um þessar mundir eru á hæðinni fyrir neðan miklir partýfílar. Þeir eru alltaf í stuði um helgar og mér finnst mjög merkilegt að heyra í þeim. Eina stundina er eins og þeir séu allir að syngja þjóðlagateknó frá Úkraínu og hina stundina koma búkhljóð sem maður greinir ekki hvort eru hlátur eða grátur...en líklegra þykir mér að það sé hlátur því varla halda þeir grátpartý hverja helgi. Þá væru þeir nú verulega skrítnir! Svo er annað...ég held að ég hafi aldrei séð þá...kannski eru þeir vampírur!! Sofa á daginn - Gráthlæja á nóttunni!! Þetta er bara borðleggjandi.
Ein önnur pæling... þegar þið segið "ég efa það" .... hugsið þið þá til mín??
vista-blogga-senda blogg
3 Comments:
þegar ég segi: ég efa það, þá meina ég: ég eva það, og hugsa til þín!
Passaðu hvað þú segir um nágrannana á netinu. Systir mín lenti í því, þegar hún var einmitt að blogga um hvað heyrðist í nágrönnunum, að liðið bankaði bara uppá og fór að rífast og skammast um það hvað hún væri að segja um þau á netinu. Þá höfðu þau bara fundið bloggið hennar, sem hún birti ekki undir nafni, og voru að "fylgjast með henni" eins og þau orðuðu það.
Kveðja, Olla
Sem betur fer eru þeir sem leigja ekki af sama uppruna og ég og tel það því harla ólíklegt að þeir skoði bloggið mitt. Hins vegar er eigandi íbúðarinnar jafn norrænn og ég og ef hún les bloggið þá er það bara allt í læ :)
Saknaði þín sniff sniff í gær :(
Post a Comment