...þegar ég sá allan snjóinn hverfa af jörðinni. Var orðin frekar leið á honum. Svo finnst mér líka æðislegt að á morgnana sér maður loks sólarglætu. Þið getið ekki trúað því hvað mér finnst miklu muna um þessa blessuðu birtu. Mér finnst ég bara ekki gerð í þetta desembermyrkur. Ég er meira svona sól/blíða/bikini týpa. Ég segi nú bara guði sé lof fyrir rafmagnið og guði sé lof fyrir gaurinn eða gauruna sem fann upp jólaseríurnar, án þeirra hefði desember verið ýkt dimmur.
Við Þór fórum í leikhús í síðustu viku og sáum Baðstofuna í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Ágætis stykki og fær mann til að hugsa um ömurleikann sem því fylgdi að vera íslendingur í torfkofa. Allt ógeðslega skítugt og kalt og dimmt og eymdarlegt. Ég er fegin að ég var ekki til þá.
....ohhh var að líta út um gluggann, það er aftur byrjað að snjóa sniff sniff
vista-blogga-senda blogg
1 Comment:
ég er einmitt farin að pakka niður skíðagallanum og er að fara að rífa upp bikiníið. kannski það haldi veðurguðunum við efnið í vorkomunni!
Post a Comment