Guðný sæta (með kórónuna) var gæsuð um helgina því hún er að fara að gifta sig 16 maí nk. Við sóttum hana heim til sín og fórum á VOX í High Tea sem var meiriháttar. Þaðan fórum við í Mecca Spa á Sögu og svo í ljósmyndastúdíó Frikka þar sem Guðný sjálf stillti okkur upp. Við fórum svo heim til Sigrúnar vinkonu Guðnýjar og borðuðum indverskan mat, sungum í SingStar og drukkum skrilljón kokteila. Svo var endað á apótekinu með almúganum og skotið og dansað. Takk fyrir frábæran dag - Sjáumst sem fyrst Guðný:)
vista-blogga-senda blogg
1 Comment:
Takk sömuleiðis, þetta var frábær dagur!!! Guðný
Post a Comment