18. júní 2008

Bloggflensa

hóst hóst....hef ekkert getað bloggað....ég er búin að vera með svo mikla bloggflensu. Helstu einkenni eru stórkostleg leti og ritstífla af hæstu gráðu.
Ég vona að ég sé búin að jafna mig á þessu. Ég þarf líka að laga lúkkið á síðunni, það er alveg rosalega slappt og hreinlega ljótt.

En þangað til ætla ég að deila með ykkur lúðasögu af sjálfri mér.

Ég var að gera auglýsingu í síðustu viku og þurfti að nota orðið "nággrannar". Þór horfði yfir öxlina á mér og spurði hvort það ætti ekki bara að vera eitt "g" í "nággrannar" og ég var nú ekki á því. Ég ákvað því að gúggla orðið til að sjá hvort fleiri notuðu eitt eða tvö "g". Þegar ég gúgglaði orðið "nággrannar" með tveimur g-um þá komu BARA upp færslur af mínu eigin bloggi.

Ég er því ein um það að skrifa nággrannar vitlaust. Spurning hvort ég eigi að halda því áfram og vera svona sérvitringur eins og Halldór Laxness. Ég gæti til dæmis hætt að nota ybselon því það tekur meira pláss eða hætt að nota kommur. Eða að ég gæti tekið upp svona finnska íslensku, haft fleiri en einn staf þar sem á að vera extra áhersla.

Haalló krakkaar. Hvað segið þið goott.

...bara pæling



vista-blogga-senda blogg

3 Comments:

Nafnlaus said...

sveimér ef hún er ekki smitandi þessi flensa!!!!!

Sagan er góð og ég heyri þig alveg bera þetta fram svona, jafnvel með þremur gjéum ;) En ég verð að viðurkenna að það stingur í stúf að sjá það skrifað ... Það eru svona orð sem maður er búin að skrifa svo lengi á sinn eigin máta að það bara er ómögulegt að skipta yfir í almúgaútgáfuna, hef lent í þessu ;)

sjáumst um þarnæstu ... jibbýy!! og takk fyrir ot grúppuna!

ok bæ
(takk og bless)

Agnes

Nafnlaus said...

Ertu viss um að það sé ekki sama sagan með þinn Maca og Emils. Hann fékk nýtt lyklaborð á tölvuna og "g" er úber viðkvæmur. Maður kemur ekki einu sinni við hann og það skrifast gggggggg! Bara pæling sko...

Unknown said...

Geðveikt glöð að þér sé batnað