24. nóvember 2008

Borgarafundur í Háskólabíó

Jæja þá er fundinum lokið.
Við Þór fórum í háskólabíó en komumst ekki lengra en inn í anddyri því við vorum (auðvitað) ekki mjög tímanlega. Ég var ekki með gleraugun á nefinu þannig að við brunuðum bara heim aftur til að ég gæti barið fundinn augum.


"slurp slurp....mmmm Geiri þú ert með svo mjúkar varir, notarðu Labello?"

Hér koma örpunktar um fundinn frá ykkar heittelskaða þenkjandi skoffíni:
* Ræðurnar góðar og kröftugar
* Skemmtilegur gjörningur þar sem fólk stóð og settist til að sýna hvað það væri auðvelt fyrir fólk standa upp og hleypa öðrum að völdum.
* Að mínu mati tók fundarstjóri of mikið þátt í fundinum. Fundarstjóri á að stjórna fundi, þ.e kynna ræðumenn, stjórna spurningum, passa upp á tíma ræðumanna, minnka frammíköll osfrv., sem hann gerði. En hann kom sínum skoðunum um málefnin á framfæri á milli spurninga og svaraði jafnvel fyrir hönd ráðherra. Ég fílaði það ekki.
* Mér fannst ráðherrar ekki svara spurningum skilmerkilega enda veit ég það að það er ekki gaman að svara fyrir eitthvað þegar maður hefur verið óþekkur og gert eitthvað af sér, hef oft lent í því ;)



Góða nótt börnin góð er farin upp í rúm að lesa.
p.s ný hrútaskráningabók er komin út, þetta er pottþétt jólabókin í ár!



vista-blogga-senda blogg

2 Comments:

Véfrétt said...

Sammála gagnrýninni á fundarstjórann! Annars frábær fundur.

Nafnlaus said...

ég hlakka til að lesa hrútaskráningabókina. vonandi fæ ég hana í jólagjöf...
drífa