Iss ég bjóst nú ekki við þessu af mér. Ég get nú blaðrað út í eitt en ég bjóst ekki við því að ég myndi expanda það út á netið....alla vega ekki út fyrir allt email blaðrið í mér - en svo kemur bara upp að bróðir minn hann Mummi og mágkona Alma eru orðnir hátæknibloggarar og þá ég get ekki röflað á síðunni þeirra nema að gerast bloggari sjálf.
Svo ég segi bara við sjálfa mig (því enginn annar veit að ég er orðinn bloggari) "Til hamingju Eva bullumsull og gangi þér allt í haginn í þessum stóra og klámfengna netheimi"
Við ykkur hin sem óvart eruð kominn hér á þessa síðu já eða jafnvel þá sem eru að skoða þetta árið 2005 eða 2006 (þegar ég hef loksins sagt einhverjum frá þessu) þá segi ég bara velkomin í heimsókn og gleðilegt ár!!!
Bless
Eva nörd
vista-blogga-senda blogg
2 Comments:
C´mon. Það er ekki nóg að vera með bloggsíðu. Það verður líka að aksjæúallí blogga.
Jibbííí!!! komment og árið ekki liðið. Það er kannski ástæða til að blogga áfram;)
Post a Comment