Vííí það er föstudagur og það rignir látlaust á mig. Ég viðurkenni þó að mér finnst rigningin mjög góð þegar það er ekki rok. Þá finnst mér hún bara rómó og hreins loftið. Það er líka gott að hlaupa í rigningu. Hoppípoll og sollis.
Talandi um hlaup. Ég byrjaði að hlaupa reglulega núna í vetur. Það kom mér bara nokkuð á óvart að þetta er ekki eins leiðinlegt og í minningunni úr leikfimi í den. En svo fó að ágerast að eftir hlaup fékk ég mjaðmaverk (svona eins og ömmur þjást af) og hann fór ekkert. Dofnaði kannski aðeins á milli en fór aldrei alveg. Ég er ennþá "með í mjöðminni" og ákvað að fara í göngugreiningu hjá Stoð í Hafnarfirði og viti menn....ég er rammgölluð og rammskökk!!! Önnur löppin er lengri en hin og hin er styttri en hin. Það munar hvorki meira nér minna en 1,5 cm!!! Skrítið að ég skuli bara halda jafnvægi. Nú mun ég alltaf pæla í því þegar ég lít í spegil hvort ég halli pínulítið til hægri. Ég fékk hælpúða til að laga skekkjuna og þá mun ég vonandi lagast í mjöðminni og verða aftur ung á mjaðmaslóðum og ömmuverkurinn hverfi land og leið.
Rock on á flöskudegi.
Ég tileinka daginn Drífu sem er örugglega skelþunn á kennaraþingi þessa stundina eftir að hafa verið í kennararugli í gær á Selfossi. Skál Drífa!!!!
powered by performancing firefox
vista-blogga-senda blogg
1 Comment:
Þessi skakkleiki greinilega "runs in the family". Þú getur kannski gefið bróður þínum 1,5 cm sem hann getur þá sett á styttri fótinn sinn!
Hvort ertu 167cm eða 165,5cm...hmmm
Prófaðu að mæla þig á vinstri og svo á hægri. Þetta er vert að skoða og svo þarftu þá kannski að fá þér nýtt vegabréf þar sem hæðin er kannski vitlaus í því sem þú átt :)
Post a Comment