6. desember 2006

Frostroses eða Frostrósir

Ég skrapp á tónleika í gær. Þór var svo frábær að bjóða mér á dívutónleika með Evrópskum söngdívum. Þar voru ekki sö0ngkonur af verri endanum. Þarna var Eivor, Ragga Gísla megabeib, ein rúskí Barton frá Írlandi, Petula gamla Clark og svo síðast en ekki síst Sissel sæta sem bræddi hjartað með svoooo fallegum söng. Ég vildi að ég gæti sagt að ég hafi flogið út á bleiku jólaskýji eftir þessa tónleika en svo gott var það ekki.



Á heildina litið var þetta eins og að hafa borgað sig inn á æfingu. Það var soldið óöryggi í innkomum í lögunum en það hefði nú alveg sloppið ef hljóðkerfið hefði verið að skila sínu. Hljóðkerfið kom frá EB hljóðkerfum og ég hef bara ekki vitað annað eins. Ég er fegin að hafa ekki verið í dýrustu sætunum og borgað 30000 kall fyrir 2 miða til að hlusta á surg í hátölurum og monitoravæl. Svo kom það stundum fyrir að hljóðnemar voru ekki tilbúnir fyrir þá sem áttu að syngja í þá og svo var hækkað í þeim sekúndum eftir að viðkomandi byrjaði að syngja í þá. Alveg glatað. Í hléi fór ég til hljóðmanna til að fá að vita frá hverjum kerfið væri. Ég komst varla að fyrir fólki sem stóð í kringum kauðana að kvarta yfir hljóðgæðunum. Þór heyrði einmitt svar eins hljóðmannsins við kvörtunum. Hann sagði "jahh svona er þetta bara þegar maður er með 100 mírafóna" ...já einmitt kallinn.



Mér finnst leiðinlegt að ekki hafi verið gert dívunum hærra undir höfði með því að bjóða þeim upp á sómasamlegt kerfi en það er víst lítið hægt að gera í því núna. Mér skilst að dívurnar hafi verið í ónefndri kirkju í dag til að taka lögin almennilega upp. Það verður þá kannski betra að hlusta á plötuna þegar hún kemur út.



Eru ekki annars allir komnir í jólagírinn?





powered by performancing firefox



vista-blogga-senda blogg

2 Comments:

Nafnlaus said...

Skil sko vel að þú hafir verið frústreruð yfir þessu. Nokkrar fóru hér í vinnunni frá mér og voru líka ferlega óánægðar með hljómgæðin. Ég fór og hlustaði á módettukórinn og þar var sko hljómburður í lagi - enda engir mækar :) Þar söng æðisleg finnst mezzosópran söngkona með þeim sem hafði meira að segja fyrir því að læra íslensk lög og fór bara mjög vel með.

Nafnlaus said...

Þetta var víst algjört klúður þarna fyrsta daginn. Daginn eftir var þetta víst mun betra. Vinnufélagar fóru sitthvorn daginn og höfðu misjafnar skoðanir eftir því sem það for fyrsta eða annan dag en þeim fannst þessi gamla geta varla sungið

Kv, Hildur