Úff klukkan er orðin hálftólf og það er ennþá dimmt, skítaveður, og alveg að koma jól. Ég sé ekki götuna fyrir utan gluggan hjá mér fyrir myrkri. Greyið Laugavegurinn, enginn nennir að vaða rok og sudda í leit að jólagjöf handa ömmu gömlu eða Sigga frænda.
En eitt er þó gott við þetta allt saman, eftir hálftíma fer þetta allt batnandi. Þá fer sól hækkandi og jólin á næsta leiti. Pakkar, matur, smákökur, spil, bækur, jólaöl, matur, friður, matur, ró...er hægt að hugsa sér það betra???
Skál fyrir frídegi sólar, hún kemur til vinnu aftur á morgun en einungis í hlutastarfi til að byrja með.
vista-blogga-senda blogg
0 Comments:
Post a Comment