Jæja þá er ég orðin ein eftir í Barcelona ásamt öllum hinum borgarbúunum og einstaka moskítóflugum sem klessa á skjáinn hjá mér. Ég veit ekki hvað þær halda að sé fyrir innan glerið. Þær halda kannski að þær geti flogið inn í bloggið mitt?
Þór var að fara út úr dyrunum til Parísar á ráðstefnu og ég ætla að hitta hann þar annað kvöld. Á meðan hann mun sitja mikilvæga fyrirlestra mun ég einbeita mér að því að gera ekki neitt og einnig að gera ekki neitt en þó aðallega að gera ekki neitt. Kannski ekki alveg samt. Er að spá í að fara æa Louvre safnið sem ég sleppti síðast þegar ég kom til Parísar og fara aftur á Pompidou safnið því það er svo skemmtilegt. Svo vona ég að Katariina vinkona frá Finnlandi sé á svæðinu svo ég geti hitt hana.
Nýjustu fréttir héðan úr 10 stiga kuldanum eru að við erum búin að skrifa undir íbúðarleigu á nýju íbúðinni í Born og fáum hana afhenta á laugardag jibbííí. Þór fékk svo að vita við undirskrift að við höfum aðgang að terraz líka sem er hin mesta snilld í heimi....jafnvel geimi því það var það eina sem okkur hafði þótt að íbúðinni en svona er þetta mikil snilld:)
Ég kveð ykkur að sinni, ætla að tékka á Amelie myndinni sem ég fann hérna í íbúðinni, hef ekki ennþá séð hana, á víst að vera snilld.
Ble..
vista-blogga-senda blogg
2 Comments:
Mæli algjörlega með Amelie ( er ekki með coverið man ekki alveg hvernig stafsett)- algjör snilld. Njóttu París - Önnur snilld - heldurðu að Þór fari með þig upp í Eiffel turninn og biðji þín? hmmmm eitthvað til að velta sér uppúr í smá tíma hmmmm
hahahah já það er spurning. Verst er að síðast þegar ég fór upp í Eiffel þá skalf ég af lofthræðslu þannig að ég er ekkert svo viss um að ég myndi yfirleitt taka eftir bónorðinu sökum eigin loftkvala híhíhíhí.
Svo er þetta ekki rómantískasti staður í heimi þarna efst (en það var kannski af því að ég skalf á beinunumhahahaha)
Post a Comment