23. janúar 2005

Er það bara ég?

Vorum úti að borða á indónesískum búllustað og við stúffuðum öllu í okkur á mettíma og svo vorum við alveg að springa. Er þetta bara ég (og Þór) eða er þetta þorri Íslendinga sem flýtir sér svona mikið að borða? Er það einhvað gamalt torfkofadæmi að ef maður var ekki nógu fljótur að borða þá borðar einhver annar matinn manns eða hvað er þetta? Verð að venja mig af þessu um leið og ég ven mig á það að borða milli 9 og 10 á kvöldin.

ps. er með stórborgarmengunarbólu á nefinu (ákvað að hafa ekki mynd af henni)



vista-blogga-senda blogg

0 Comments: