Sælinú alle sammen
Ég hef verið lélegust í heimi við að blogga upp á síðkastið. Humm that's an understatement, ég hef bara ekki bloggað rassgat! Þess vegna er frekar erfitt að byrja því það er margt búið að gerast. Ætli ég verði ekki bara að byrja núna upp á nýtt hehehe.
Nýjustu fréttir eru að ég er byrjuð í mastersnáminu mínu, byrjaði á mánudaginn jibbí, til hamningju með mig!!
Fyrir þá sem ekki vita þá er ég í master í innanhússhönnun og arkítektúr. Þetta er fullur master en ég varð mjög hissa og pínu stressuð þegar ég komst að því að ég klára hann í lok júlí!!!! Hvað er það, hugsaði ég.....úff hvað segir LÍN við því....er þetta þá ekki ekta master....o.s.frv....o.s.frv spurningar flugu um í hausnum á mér. Þegar ég svo athugaði nánar þá komst ég að því að þetta er fullur master en á alveg alvarlega mikilli keyrslu. Ég byrjaði á mánudaginn og ég sit í skólanum á hverjum degi frá mánudegi til föstudags frá 16:00 til 21:30. Það er nú þegar komið fullt af verkefnum og ég þarf að vinna það á daginn ásamt því að vera í spænsku (sem ég hef trassað alla vikuna) og ásamt því að vera í söngnáminu. Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta fer en það er allavega ljóst að mér á ekki eftir að leiðast...það er alveg á hreinu.
Ég er orðin hálfmellufær í spænskunni. Hálfmellufær segi ég...já ég er farin að skilja heilmikið en ég get ekki tjáð mig jafn vel. Það getur verið soldið pirrandi í skólanum þegar það er til dæmis verið að fjalla um eitthvað efni sem ég þekki ágætlega en lít út eins og hálfviti af því að ég get ekki tjáð mig um það. Það lagast vonandi sem fyrst. Það er sagt um yngri krakka sem flytja erlendis að þau þegja mest fyrst og svo allt í einu byrja þau að tala....ég bíð spennt eftir að það gerist hjá mér híhíhí.
Þór er líka byrjaður í spænsku og honum gengur bara vel. Hann er eins og ég....getur ekki beðið eftir að geta byrjað að tala spænsku eins og ekkert sé. Hvað ætli við þurfum að bíða lengi hmmmm???
Páskarnir eru að nálgast eins og óð fluga og við erum farin að pæla í hvað við ætlum að gera eða hvort við ætlum yfirleitt að gera eitthvað. Það hefur enginn boðað komu sína í heimsókn ennþá þannig að við getum sosem gert hvað sem er. En ef einhver vill droppa við þá er það velkomið.
HEY JÁ!!!!!
Síðasta helgi var ýkt skemmtileg!!!! Við fengum gesti oooooog fórum á ÞORRABLÓT!!! íhaaaaa. Já ég veit....þorrablót þó að þorrinn sé búinn, á Spáni gerist allt mjög seint hahahaha.
Solla vinkona og Sindri kærastinn hennar komu í heimsókn og helgin var tekin með trompi. Við fórum út að borða á föstudagskvöldinu á Tapasbar hérna við hliðina á íbúðinni okkar og svo fórum við á bar á móti íbúðinni okkar. Ohhh við búum á svo skemmtilegum stað:))) Svo þegar einhver þurfti að pissa þá fékk hann bara lykla og fór upp í íbúð að pissa, miklu betra klósett en á einhverjum bar og engin röð!!
Daginn eftir fórum við á röltið um borgina og hittum Brynju vinkonu hennar Sollu og Gísla kærastan hennar. Brynja er hér að læra tæknilegu hliðina á fatahönnun (sníðagerð og fleira).
Um kvöldið fórum við svo á þorrablót. Fyrst þegar við mættum (auðvitað hálftíma of seint (eins og ég er vön ehhh)) þá var ýkt spes stemning. Allir stóðu og horfðu hingað og þangað, svona "ætli það sé einhver sem ég þekki hérna" stemning. Við hittum þarna par sem er nýflutt hingað út líka, Ósk og Haffa og fleira fólk sem við sameinuðumst um að sitja með. Við fengum ekta þorramat, hangikjöt, rófustöppu, uppstúf, flatkökur, síld og meira að segja skyr í eftirrétt, sem ég sleppti reyndar, fannst það ekki alveg passa með bjórnum mínum. Skyr og bjór ojjjjjjj.
Það vantaði svo ekki upp á íslensku stemninguna því svo mætti Óli Afolfs (vitið þið ekki hver hann er???) upp á svið með nikkuna og spilaði undir hópsöng sem allir tóku mjög vel undir og hann tók við óskalögum og allt. Ég veit ekki hvort þessi gaur er eitthvað frægur í harmonikkuheiminum en ég vissi ekkert hver þessi gaur var en hann átti eitt eða tvö lög í sönglagaprógramminu (sem ég kannaðist ekkert við).
Eftir hópsöngin mætti Þórhallur (Thule records) plötusnúður á svið og hélt uppi segamega 80´s stemningu og ég get sagt það að takturinn náði mér alveg!!!! Við dönsuðum öll eins og vindurinn þangað til við vorum rekin út klukkan 2. Eftir það skruppum við á Edda bar nordic (svona íslendingabar) og þar lenti ég alveg óvart á trúnó með einum miðaldra manni (man ekki hvað hann heitir) en hann fór allt í einu að gráta og var að segja mér sorgarsögu sína án þess að ég hefði nokkurn tíma beðið um það. Ég veit ekki hvort það stóð "til í trúnó" á enninu á mér en ég fékk allar hans raunir beint í æð. Ég huggaði hann svona eitthvað smá (ég meina hvað á maður að gera með grátandi mann fyrir framan sig) og hann spurði mig hvort ég væri menntuð í sálarhjálp!!!!?!?!?! Hallóóóó það er einmitt mín sérgrein hahahahah hef aldrei talið mig góða í neinu sem við kemur dramatískum samskiptum eða huggunum en ég hef nú fengið nýja trú á mér. Það þýðir samt ekki að allir eigi að fara á trúnó við mig í nánustu framtíð takk, nema það sé eitthvað mjög spennandi og skemmtilegt :)))))
Ég losaði mig lokst úr ofsatrúnóinu og við fórum heim til okkar að drekka meiri bjór sem Þór hafði keypt af einhverjum götusölumanni. Við spjölluðum til klukkan 5 og þá fylgdum við Solla Brynju út á lestarstöð til að ná metróinu heim. Á leiðinni til baka töluðum ég og Solla svo mikið að við villtumst í þröngu götunum hérna og enduðum næstum því niðri á strönd híhíhí. Svo héldum við Solla áfram að blaðra eftir að Þór og Sindri voru sofnaðir til klukkan 7.
Helgin var í heild frábær - gaman að fá vini í heimsókn og spjalla um allt og ekki neitt en aðallega að eyða tíma saman :)))
Takk fyrir komuna Solla og Sindri !!!!!!!
Nú er klukkan orðin tólf og best að fara að lúlla.
Ég óska ykkur góðrar nætur og megi dagurinn á morgun vera ykkur gæfuríkur, eins og allir aðrir dagar ársins
hallelúja
Eva ofurlærihestur og sáluhjálpari ;)
vista-blogga-senda blogg
1 Comment:
Já, og takk fyrir okkur kærlega!!! Vonadi komum við aftur fljótlega.
Post a Comment