Nú eru tvær vikur frá páskum...það er sunnudagur....og lífið er bara nokkuð ljúft:)
Páskarnir voru bara nokkuð góðir. Við ætluðum að ferðast eitthvað og skoða eitthvað merkilegt en svo vorum við bara eitthvað svo löt og sparsöm að við ákváðum að vera bara heima og slaka á. Við fórum reyndar til Mount Montserrat (sem er rosa merkilegt klaustur uppi á rosa háu blöðrusteinafjalli) og til Sitges (sem er lítill strandbær vinsæll af samkynhneigðum karlmönnum). Það var frekar fyndið að fara til Montserrat því þessi staður er þekktur fyrir dásamlega náttúrufegurð og gríðarlegt útsýni bæði upp að fjallinu á leiðinni þangað og einnig yfir Catalóníu þegar maður er á leiðinni upp. Við sáum hinsvegar ekki neitt því það var þoka alla leiðina og bugðóttir vegir og rútan ýkt sveitt að innan eitthvað þannig að ég var alveg á mörkunum að fara að æla þegar við loksins komum þangað. Ferðin var nú samt þess virði því það birti til og það var rosalega fallegt þarna uppi. Í klaustrinu kom til okkar stelpa og spurði "eruð þið íslendingar" og við náttla "JÁ" fullum rómi til baka. Þetta var þá stelpa sem heitir Ingunn og er 18 ára frá Svíþjóð. Hún hefur alltaf átt heima þar en talar fína íslensku. Hún var svo bara með okkur það sem eftir var dags ásamt Marianne sem er frá Nýjasjálandi og við höfum hangið með slatta mikið. Í Sitges vorum við Þór og Marianne búin að fá slatta nóg af skoðunarferðamenningu og settumst bara á bar og fengum okkur í glas. Við sátum þar að sumbli þangað til skoðunarferðinni var lokið og hittum þá hópinn okkar til að fara í rútunni aftur til baka til barcelona. Þegar rútan var rétt að komast út úr Sitges festist hún í litlum ...já pinkulitlum drullupolli og það þurftu allir að fara út úr rútunni til þess að rútubílstjórinn kæmist nú yfir þessa miklu vegarhömlu. Okkur Þór fannst þetta nú frekar fyndið því þetta var ekki neitt neitt. Við komust þó á endanum til BCN og enduðum daginn á því að borða Tapas á Plaza Reial og drekka mikið mikið af Sangria.
Á páskadag buðum við Marianne í mat. Við ætluðum að elda kalkún en fundum engan. Við fundum samt alveg risastórann kjúkling og á tímabili var ég alveg viss um að ég væri að fara að elda hana (sko gaggalagúúú hana). Ég komst svo að því á endanum að þetta var ali kjúklingur og mér leið þá aðeins betur því einhvern veginn fannst mér hanatilhugsunin verri. Ég eldaði kjúllan samt eins og hann væri kalkúnn, svona royal treatment hehehe og setti fyllingu og gljáa og allar græjur. Það var mjög gaman að elda hann og allt gekk mjög vel. Marianne kom svo með traditional páskaköku með páskaeggi ofan á sem við Þór fögnuðum vel því við höfðum sko keypt okkur páskaegg en gleymt þeim í búðinni sniff sniff en það er ekkert á við Nóa Siríus sem við fengum ekki heldur.
Eftir páska byrjaði skólinn á fullu og ég sökkti mér í verkefnið mitt sem ég skilaði svo á föstudaginn jibbí og kynnti næstum því á spænsku...ég kynnti það á spanglish hehehe.
Síðustu helgi vorum við boðin í partý til stelpu sem heitir Svana og vinnur á vegum SH hérna. Hún átti afmæli en við vissum það sko ekki fyrr en við komum þannig ða við komum ekki með neina afmælisgjöf...frekar leim ehhhh. Við það var mjðg gaman í þessum partýi og þarna voru eftirfarandi:
Agnes sem er vinkona kollu vinkonu hans Þórs. Hún er hérna í arkítektanámi.
Ágústa grafískur hönnuður sem er hérna aðallega að chilla fram á sumar og Grétar kærastinn hennar sem er að lögfræðast í fjarvinnu. Guðný sem er systir hennar Aldísar sem var með mér í Kvennó en ég man ekki alveg hvað hún er að gera hér. og svo hún Signý sem vinnur í markaðsdeild símans en er í stóru sumarfríi hér á meðan maðurinn hennar er í master hérna. Við náðum vel saman og fórum svo á einhvern Mojito klúbb sem var alveg ágætur.
Vikan hefur svo bara farið að mestu í verkefnið mitt og helgin núna er bara búin að vera róleg. Við fórum reyndar að túristast til Girona sem er einn og hálfan tíma í burtu héðan og það var mjög gaman að skoða litlar þröngar göturnar þar og drekka kaffi og borða nammi á nammidegi. Í dag erum við svo búin að vera alveg ótrúlega dugleg við að gera ekki rass og ennþá meira af því hehehehe.
Ég ætla að vesenast fljótlega í því að skella myndum inn við þetta blogg þannig að það verði ekki bara ein stór langloka:)
Ble í bili Eva
vista-blogga-senda blogg
1 Comment:
Jei, myndir! Það er svo langt síðan ég sá þig að ég man varla hvernig þú lítur út...myndir eru nauðsynlegar!!! ;)
Post a Comment