Já í dag er sunnudagur og í dag heldur Oddur afi minn upp á 90 ára afmælið sitt og ég missi af því, hundfúlt. En svona er þetta maður getur víst ekki verið alls staðar.
Vikan er búin að vera bissí. Ég var fyrri part vikunnar að klára módel af fyrsta verkefninu mínu í masternum og svo var ég á segamegasýningu sem heitir Construmat á fimmtudaginn. Ég labbaði af mér rassgatið frá 10-19 og safnaði alls konar bæklingum se ég er ekkert viss um að ég eigi nokkurn tíma eftir að skoða. Ég var svo þreytt eftir fimmtudaginn að ég skrópaði á sýninguna á föstudaginn og einbeytti mér frekar að því að gera ekki neitt og það gekk ágætlega. Á laugardaginn fó ég svo aftur upp á sýningarsvæði og tók þátt í ráðstefnu um sjálfbæri húsa.....úff merkilegt!!! Common sense en frekar leiðinlegt að hlusta á steríla gaura tala um þetta. Ég laumaðist út af ráðstefnunni klukkan 2 og þá var Þór kominn til að hitta mig og Agnes Greifi. Við borðuðum saman og skoðuðum okkur um á svæðinu. Við fórum svo í bæinn og hittum Guðnýju, röltum inn á bar í Ravall og fengum okkur bjór(a). Við gömlu geiturnar fórum svo bara heim af því að maður var pínku þreyttur eftir daginn.
Í dag ætluðum við að vera alveg massaaaaalöt. Svo var það bara vonlaust því sólin kallaði á okkur........"komið út komið út" Við dustuðum því af okkur letinni og skelltum okkur í göngutúr niður á strönd og svo skelltum við okkur í bíó á "Be Cool" með John Travolta. Við löbbuðum svo heim úr bíó í gegnum borgargarðinn og þar var allt troðið af fólki. Við settumst þar aðeins niður og horfðum á einhverja tónlistarmenn spila á skrítin hljóðfæri og skrítið fólk dansa tilraunadans við. Dansararnir minntu mig soldið á dansinn sem við Drífa tókum í fyrra í brúðkaupinu hans Sigga Vídó þegar við sýndum okkar innri manneskju í gegnum dans ómægod hahaha.
Ég þarf að fara að koma upp myndasíðu fljótlega. Ég hef bara ekki komið mér í það ennþá því ég er bara stundum svo löt...hvað á maður að gera hehehehe.
Kveðjur frá Barna
vista-blogga-senda blogg
0 Comments:
Post a Comment