Hæ hó og gleðilegan "semi finals" dag
Ég hef ekki verið að blogga mikið upp a síðkastið því ég er búin að vera upptekin með mömmu og pabba að þeysast um allar jarðir og að skila öðru verkefni af þremur í skólanum á sama tíma, ætti eiginlega að fara að koma þessum verkefnum mínum inn á heimasíðu til að monta mig af því hvað ég er nú ótrúlega klár. Ég mun svo líka setja á næstu dögum inn myndir á myndasiðuna mina af heimsókn mömmu og pabba og ferðasögu með myndunum:)
Hvað segið þið annars? Er fólk ekki byrjað að undirbúa sig fyrir kvöldið?
Ég er búin að vera að hlusta smá á lögin eins og sönnum júrófan sæmir en núna er allt frosið á júrósíðunni og ekkert virkar. Áður en allt fraus var ég að hlusta á þetta líka frabæra lag frá Sviss með Vanilla Ninja. Ég hef bara sjaldan heyrt jafn frábæran texta í viðlagi... "cool vibes, why don't you kill me.....shadows on my destiny". Mér finnst þetta náttla BARA drepfyndið og get ekki beðið eftir að júróvefurinn affrjósist svo ég geti hlustað á fleiri snilldir. Ég held nú samt statt og stöðugt með Noregi af því að ég er svo mikil glamrokkpía en mun svo svíkja lit með því að kjósa Ísland af því að ég get það héðan frá Barcelóníu.
Dagskráin næstu daga er stíf og nóg að gera:
Fimmtudagur:
10:00 - Hlustað á júróvisjónlög, farið yfir póst, bloggað og fl.
12:00 - Söngtími
13:00 - Læra
16:30 - Skóli
21:00 - Semi-finals júrópartý hjá Ágústu
Föstudagur:
09:00 - Ströndin í 2 tíma ef það er sól (eða rækt)
12:00 - Læra
16:30 - Skóli
22:00 - DURAN DURAN TÓNLEIKAR ...já þið heyrðuð í mér DURAN DURAN!!!!!!!
Laugardagur:
09:00 - Sofandi (að dreyma um John Taylor)
10:00 - Vonandi ennþá sofandi
12:00 - Á ströndinni eða að kaupa júrógalla;)
21:00 - JÚRÓVISJÓNPARTÝ hjá Guðnýju
Sunnudagur:
Ekki neitt :))
Best að hlaupa í söng!!!
Adju
vista-blogga-senda blogg
3 Comments:
já, ég ætla einmitt líka að reyna að ná nokkrum tímum á ströndinni á laugardaginn sko! Ef ég má vera að fyrir Júróvinskí undirbúninskí!
Katlaskí
Ég vildi að það væri komið strandarveður hér í London, verð líklega að bíða aðeins með það. Við ættum kannski að hringjast á á sunnudaginn fyrst þú ert ekkert að gera þá?!! :D
Ohhh.... aumingja Selma.
Post a Comment