Já kæru vinir þá er sunnudagur að kveldi kominn eftir frábæra Júróhelgi. Ég var auðvitað eins og allir rosalega lengi að jafna mig eftir áfallið á fimmtudaginn að við skyldum ekki komast áfram....helv..hnébuxurnar, en sú sorg veik skjótt á föstudagskvöldið. ÓÓÓÓÓÓMÆÆÆÆÆÆÆGOOOOOD!!!!!! Ég fór á DURAN DURAN tónleika með öllu upprunalega bandinu á Razzmatazz hér í Barcelona og JEMIN hvað það var gaman. Maður kiknaði alveg í hnáliðunum og lá við yfirliði yfir John Taylor, úff hann er bara ennþá sætari í dag heldur en hann var. Ég öskraði úr mér lungun með lögunum og á milli laga og já....gjörsamlega tapaði mér. Þeir tóku góða blöndu af gömlu og nýju efni og ég hélt að ég myndi bara missa mig þegar þeir tóku girls on films. Simon LeBon tók sig til og lét sig falla yfir áhorfendur og sagðist alltaf hafa langað til að gera þetta. Verst er að Spánverjar eru svo litlir að þeir náðu víst ekki alveg að halda honum uppi og hann datt á gólfið. Svo missti hann líka næstum röddina og það varð því ekki að því að hann syngi Wild boys. Salurinn á Razzmatazz var bara lítill þannig að maður var í rosa návígi við goðin úff hvað það var kúl og úff hvað John daðraði við allan salinn þannig að menn og konur áttu erfitt með sig. Ég segi bara við alla heima á klakanum...kaupið miða á Duran Duran, þetta var sniiiilld.
Á laugardagskvöldið fórum við í Júrópartý til Guðnýjar. Hún og Jordí kærastinn hennar eiga rosa flotta íbúð með risa terrössu og við sátum þar úti og borðuðum hamborgara og horfðum á klakalaust júróvisjón. Það var ekki sama stemning að horfa á þetta án íslands og ég hélt að stigagjöfinni myndi aldrei ljúka. Grikkland vann og ég get með engu móti munað hvernig lagið var (áhugaleysið að drepa mig). Mér finnst bara glatað hvað stigagjöfin gekk út á það að gefa nággrannalöndum sínum stig. Já og svo skil é´g með engu móti afhverju Noregur eða Sviss voru ekki meðal 5 efstu landanna. Æj svona er þetta bara og ég bind bara miklar vonir við forkeppni heima á næsta ári!!!
í dag fórum við Þór á ströndina til að sóla okkur og sofa úr okkur eftir öflugt júródjamm því það voru jú drukknir nokkrir bjórar, nokkrir screwdriverar og mojitos ;)
Fljótt skiptast svo skin og skúrir því sól og hita í allan dag er núna rigning, þrumur og eldingar, brjálaður hávaði.
Jæja er að detta út á batterý
Bleee
vista-blogga-senda blogg
2 Comments:
hæhæ,
vúhú, ég man hvað það var gaman hjá okkur á Rammstein, það hefur örugglega verið langskemmtilegast kringum þig á Duran Duran. Það verður engan vegin eins að fara á þessa tónleika hér heima án þín og jamms það var snilldin ein að drífa sig með þér í höllina, ógleymanlegt :)
Segi það sama. Ertu ekki bara til í að koma til Amsterdam á mánudaginn til að koma með mér á tónleikana.....pppllllíííííísssss
:) Þín Alma
Post a Comment