Ég var að skoða bloggið hennar Sollu og sá þá að Dagný bekkjarsystir úr Listaháskólanum er með blogg líka og ég kíkti á það. Þar var hún svo með link á mig og mér fannst það megamerkilegt og ætla að setja link á hana. Svona verða samskipti í framtíðinni bara blogg, bloggvinir og linkar á milli, innan 1000 ára munum við ekki lengur þurfa talfæri, ég er að segja ykkur það. Allavega það er ekki það sem ég ætlaði að röfla um heldur það að Dagný setti nafnið mitt undir blogg hönnuða sem hún þekkir og þá fór ég; "ég er hönnuður en ég blogga yfirleitt ekki rass um hönnun" og svo fór að brjótast um í´mér; "ætti bloggið mitt að fjalla meira um hönnun því ég hef sko alveg nóg að segja" Þetta er enn að brjótast um í mér en akkúrat núna dettur mér ekki neitt í hug til að tala um nema ég gæti sagt ykkur frá verkefnunum mínum í skólanum en ég nenni því ekki núna.
Jesús hvað þetta var ómerkilegt og tilgangslaust blogg.
Ég held barasta að ég þjáist af heilavindgangi!!!!
vista-blogga-senda blogg
5 Comments:
hmmm... já, áhugavert.. ég er kannski bara ómeðvitað að reyna að stýra blogginu þínu í annan farveg... svona úr fjarska.. :p annars "les ég þig" af og til mér til dægrastyttingar og yndisauka.. og þú ert alltaf hönnuður í mínum augum.. ;)
hehe
ha ha ha... einmitt það sem ég hugsaði þegar ég sá linkinn á síðunni hennar Dagnýjar, ég tala aldrei um hönnun. Hmmm, bæti kannski úr því þegar ég byrja í skólanum í haust ;)
Hvað ertu að meina? Eru öll þessi bráðmerkilegu skrif sem ég hef verið að drekka í mig af heimasíðunni þinni EKKI um hönnun? Þú hefðir nú getað lopað því út úr þér fyrr, svo að wannabe listasnobbarar eins og ég væru ekki að sóa tíma sínum til einskis!
hahahaha jú Helga ...ALLT á síðunni er hönnun!!!! heilaprumpshönnun
Eins gott. Þá get ég haldið áfram að lesa bloggið þitt, sæl í þeirri vissu að ég sé listelskandi heimsborgari sem les um hönnun svo til daglega.
Post a Comment