Já komið þið nú öll saman berrössuð
Hvað er að frétta?
Í skifuðum orðum er ég mesti nörd í heimi. Ég er í rútu á leið frá flugvellinum í Girona til Barcelona í grenjandi rigningu, þrumum og eldingum að blogga um Hollandsfarir, framfarir en engar samfarir;)
Ég skrapp mér nebblega til Hollands nánar tiltekið Austurvíkur (Oisterwijk) að heimsækja Mumma bróður og Ölmu og Martein og Katrínu. Ég gat því miður ekki sagt ykkur frá því áður því ég fór í þeim tilgangi að veita óvænta ánægju eða surprice. Það er líka ástæðan fyrir því akkuru ég hef ekki bloggað í smá tíma af því að það hefur ekkert annað komist fyrir í kollinum á mér.
Helgin var alveg frábær út í eitt og hér kemur ferðasagan í stórum dráttum:
Á miðvikudaginn hringdi Mummi bróðir í mig og spurði hvort ég væri ekki til í að gefa honum í afmælisgjöf að koma í heimsókn til Hollands. Ég var náttla löööngu búin að fá þá hugmynd og kaupa mér miða þannig að ég varð að ljúga að honum að það væri bara ekki séns að ég kæmist út af skólanum og sollis.
Á fimmtudeginum vaknaði ég klukkan 03:45 og labbaði mér út í rútu til Girona og þaðan með flugi til Eindoven og var lent klukkan 09:30. Ég fann mér strætó inn í Eindoven og þaðan lest til Oisterwijk með 40% afslætti. Ætli ég hafi ekki óvart keypt mér miða fyir börn eða örkumlung eða eitthvað. Allavega skoðaði enginn miðann minn þannig að ég komst alla leið. Þegar ég kom út úr lestinni var ég kominn í þennan líka dúllurúllu bæ og velti fyrir mér þegar ég rölti í gegn hvort Doddi og Eyrnastór ættu heima þarna. Ég fann svo loks húsið hans Mumma og dinglaði. Alma kom til dyra og af gleði, fögnuði, hamingju og geðshræringu faðmaði hún mig og fór að háskæla (alveg eins og í bbíómyndunum). Mummi var enn í vinnu og Marteinn í skólanum þannig ég, Alma og Katrín vorum bara einar heima. Katrín var reyndar svo rooosalega hissa (eða meira feimin) að hún sagði ekki orð í hálftíma og horfði mest á naflann á sér.
...nú er ég komin inn í BCN...blogga meira á eftir;)
vista-blogga-senda blogg
3 Comments:
djíííís hvað ég er glötuð....er ekki enn búin að klára bloggið. Hmmm klára í kvöld og set inn myndir á myndasíðuna.
Auðvitað var alveg HRIIIIIKKKALLLEGGGA gaman að fá þig í heimsókn og ég tel upp á þrem og þá verð ég komin til þín...bara 3 dagar þangað til...jíha
Post a Comment