14. október 2005

Rignir hundum, köttum og hori

Sælinú
Hér í Barselóníu er búið að vera frekar blautt upp á síðkastið, bæði á götum úti og inni í nefinu á mér. Já ég nældi mér í ókeypis kvef og er að nota það núna alveg á fullu. Þvílíkt slen...er til dæmis búin að ætla að blogga í 2-3 daga en ekki meikað það. En nei hingað og ekki lengra, nú verður þessu ekki frestað lengur. Og af hverju ekki spurja kannski einhverjir, jú það er vegna þess að ég er hætt að fresta hlutum. Eða sko ætla að reyna vegna þess að ég er að lesa bók sem heitir “Á morgun segir sá lati” og ég er búin að komast að því að ég er með frestunarveiki á háu stigi. Best að vinna í því.

Það er slatti búin að gerast síðan síðast. Á miðvikudaginn fyrir viku fór ég með Þór til Frakklands þar sem hann var að fara á fund. Funduinn var í Granville á vesturströnd Frakklands í litlu sjávarþorpi. Ég chillaði að mestu á meðan Þór fundaði og svo brunuðum við að skoða Normandí þar sem hermennirnir komu á land á D-day. Sjaldan sem maður kemur á svona merkilega sögustaði. Ef þetta hefði ekki gerst í den þá værum við kannski bara nasískir aríar hmmmm....eða kommúnistar...maður veit aldrei með Ísland :/
Við gistum svo í borg sem heitir Caen og daginn eftir brunuðum við til Lille til að taka lest til Brussel til að hitta Mumma, Ölmu og krakkana. Auðvitað var villst smá á leiðinni og svollis en það fylgir bara. Eitt skiptið ætluðum við að stoppa á bensínstöð og sáum hana framundan og fórum af hraðbrautinni á frárein beint á eftir trukk og eltum hann bara – en hann var ekkert að fara á bensínstöðina, hann var að fara á aðra hraðbraut!! Við tókum þá bara þá hraðbraut og vorum ekki að gera stórmál úr þessu :) Þegar við komum þangað komumst við að því að almenningssamgöngukallarnir í Belgíu voru í verkfalli og engar lestir að fara þangað damn! Við nýbúin að skila bílaleigubílnum og hann var líka bara hægt að nota í Frakklandi. Það var ekkert hægt að gera nema leigja annan bíl og bruna til Brussel. Þegar við vorum komin þangað tók við 2 tíma vesen við að skila bílaleigubílnum en tókst að lokum vííí.
Það var æðislegt í Brussel að hitta fjölskylduna og við borðuðum saman á indverskum á föstudagskvöldinu og drukkum svo bjór og spjölluðum uppi á hótelherbergi. Daginn eftir löbbuðum við svon gourmet labb sem Mummi hafði prentað út af netinu. Það fól í sér að labba á milli staða og borða súkkulaði og drekka bjór amminamm frábært labb.


Á laugardagskvöldinu borðuðum við nautasteik og spjölluðum svo meira uppi á hótelherbergi.

Helgin leið eins og vindurinn, allt of fljótt og það var ekki gaman að segja bless eftir morgunmat á sunnudeginum – en takk Alma og Mummi og Marteinn og Katrín fyrir helgina. Á leiðinni út á völl lentum við í smá fyndi. Við tókum leigubíl hjá hótelinu og báðum hann að keyra okkur á ákveðna lestarstöð þaðan sem RyanAir rútan átti að fara. Leigubílstjórinn sagði þá að það væru sko engar rútur í dag og bauð okkur alveg “special price” ffyrir að keyra okkur alla leið á flugvöllin AÐEINS 85 evrur. Sem betur fer var Þór nýbúinn að kíkja á netið og sjá að rútan átti alveg að fara þennan dag. Við ákváðum að fara samt á stöðina og ná okkur þá í annan bíl ef hann var að segja rétt frá. Þegar við komum að stöðinni var markaður fyrir framan hana og leigubílstjórinn sagði að það væri út af þessum markaði sem ekki væri hægt að komast að stöðinni og þess vegna væri engin rúta. Okkur var farið að finnast þetta frekar bjánalegt og báðum hann bara að hleypa okkur út. Við löbbuðum svo framhjá markaðnum og viti menn, þar var nóg af bílum og í hinum endanum á stöðinni (þar sem var enginn markaður) beið rútan eftir okkur. Það er eins gott að hafa sitt á hreinu;)

Samantekt eftir ferðina:
Merkilegast við Frakkland: Beljurnar! Þær hópa sig saman eftir litarhafti eða að þær eru allar bræður og systur hehehe.



Ómerkilegast í Frakklandi: Þjónustan. Enginn þykist kunna ensku en svo 5 mín seinna kunna þeir reiprennandi ensku (lentum í svollis á bílaleigunni í Lille)

Best í Brussel: Godiva súkkulaðitrufflurnar namminamm
Verst í Brussel: Leigubílstjóri dauðans


Í gær hélt ég minn fyrst OT klúbb og gáta dagsins er hvað stendur OT fyrir?
Í OT erum ég Guðný og Agnes og klúbburinn hefur starfað lengi þótt ég sé nýmeðlimur. Ég, sjúgandi upp í nefið, eldaði súpu frá uppskriftavefnum hennar Ölmu sjá 3. oktog hún heppnaðist mjög vel. Ég bjó svo til Tiramisu í eftirrétt eða sko “bjó til” úr svona ready-make pakka ;) Við drukkum hvítvín með og fullt af Bailys í kaffi með tiramisúinu. Takk fyrir kvöldið stelpur og þið munið að gera listann ykkar, þið eruð löngu klukkaðar (en ekki klikkaðar) Ohh ég er svo fyndin, sver það heilinn á mér er bara kæfa núna sökum kvefs, allt er svona 50%

Jæja er þetta ekki bara komið gott?

Ps. Slúður frá Kanaríeyjum – Hildur og Þorri voru að trúlofa sig í síðustu viku – rómantískar stuðkveðjur til þeirra:)

Pss. Guggi - hjúkkitt að þú fannst mig - ertu með blogg? Ég leitaði af rælni að Guggi og Zurich og komst að því að það er læknir til sem heitir Thomas Guggi og býr í Zurich - alltaf að læra eitthvað nýtt



vista-blogga-senda blogg

2 Comments:

Nafnlaus said...

já hjúkk, er búinn að leita ýkt lengi ;)
ég hef reyndar verið að velta því fyrir mér að verða læknir ... hmmm

allavega, notast við bloggsíðu konunnar - harpahronn.blogspot.com - þá get ég komið og farið eins og ég vil, engiin pressa ;)

Nafnlaus said...

Takk sömuleiðis elsku Eva fyrir samveruna í Brussel. Bara frábært.
kveðja frá Oisterwjik