Mig langar að vera dugleg - eða sko duglegri en ég er
Ég get alveg verið ótrúlega dugleg en ég er svo fljót að detta úr einu í annað bara rétt við það að blikka augunum eða eitthvað álíka. Núna til dæmis ætti ég að vera byrjuð að setja skugga á myndir fyrir heimasíðuna mína en ég er að skoða bloggið hjá Betu Rokk og öfunda hana af "lag dagsins" síðunni hennar. Mig langar í svona! Það þýðir að ég get ekki einbeitt mér að neinu öðru en að komast að því hvernig ég get haf svona lagalista til að spila á netinu og ekki má svo gleyma ég ég verð að gefa mér tíma líka í að blogga um það hvað ég er klikkuð - já Eva, best að segja öllum heiminum (sem talar íslendsku) frá því hvað þú ert mikill flökkuhugur.
Fréttir héðan:
Fórum í partý síðustu helgi. Guðný og Jordí buðu okkur óvænt í partý til vina þeirra sem búa í Gava. Partýið var með Thai þema því þau eru nýkomin frá Thailandi og við tókum náttla þátt í þemanu með því að drekka Carlsberg bjór frá Danmörku - áttum ekkert thailenskt. Við fórum svo þaðan á bar og diskótek í Casteldelfells sem er hérna rétt fyrir utan. Mjög gaman, takk fyrir okkur Guðný og Jordí:) Djömmum sem fyrst aftur saman!
Í kvöld erum við að fara á tónleika með Sigur Rós. Einhver annar að fara sem er að lesa þetta og býr í umhverfi Barcelona?? Var að hlusta á Takk diskinn þeirra í gær og ætla að hlusta á hann í dag líka svo ég geti sungið með öllum lögunum á tónleikunum í kvöld...eða þannig;)
Næstu helgi verður kveikt á jólaljósunum og þá ætlum ég og Þór að kaupa allra jólagjafirnar. Sannkölluð jóla jóla jóla helgi og ekki einu sinni kominn desember, en það er ekki langt í hann.
Var að hugsa um að setja inn jólagjafalista - yfir það sem mig langar í í jólagjöf en mamma og pabbi eru búin að kaupa handa mér og Mummi og Alma eru líka búin að kaupa handa mér oooooog pakka henni inn líka! Já, alveg ótrúlegur dugnaður, hvað getur maður sagt annað.
Skemmtileg tilviljun....ég byrja á því að tala um "dugnað" í mér í byrjun bloggsins og enda á að tala um dugnað annarra?? Vá, ég er kannski efni í greinahöfund. Jæja farin að bulla...bless!
vista-blogga-senda blogg
0 Comments:
Post a Comment