Stóglæsilegir tónleikar með Sigur Rós að baki. Þeir voru haldnir í tónleikahöll í bakgarðinum hjá okkur (næstum því). Þurftum bara að labba í næstu götu og þá vorum við komin. Amina hitaði upp og þær voru ekkert smá góðar. Spiluðu á alls konar hljóðfæri, strengi, glös, sílafóna, tölvu, sög og fleira.
Sigur Rós steig því næst á stokk og voru þeir alveg ótrúlegir! Þriðja skiptið sem ég sé þá á sviði í þriðja landinu. Fyrst á Hróaskeldu 2000, því næst í Háskólabíó 2003 (eða var það 2002) og svo nú í Barcelona.
Platan þeirra nýja stendur undir nafni og ég segi bara
Takk
vista-blogga-senda blogg
0 Comments:
Post a Comment