Ég er í London, lífið leikur um mann, góður matur, góðir vinir, góður bjór, góðir kokteilar. Maður er unglamb sem leikur sér á erlendri grundu.....eða hvað. Er kannski ekki allt sem sýnist? Er ég kannski ekki það unglamb sem ég taldi mig vera? Var að greiða mér áðan og ég fann lítinn ljótan andarunga í hárinu á mér!!! Hár sem var öðru vísi en öll hin hárin í hausnum á mér. Utanveltu hár sem hefði eingöngu orðið fyrir einelti af hinum fallegu hárunum sem í kringum það voru.
Ég að sjálfsögðu sleit þetta óargahár í burtu og skoðaði því næst hárið mitt í heild undir smásjá en ekki var að sjá neitt annað. Ég afneita þeirri kenningu að þarna hafi verið hvítt hár á ferð og neita því alfarið að á árinu sem ég er að verða þrítug sé ég að grána....Það er bara ekki þannig, ég er unglamb og leik mér!!!
Þetta var ekkert nema einmanna albínóahár!!!
vista-blogga-senda blogg
6 Comments:
Bölvun dökkhærða fólksins. Við hin verðum einskis vör fyrr en hvíti liturinn er orðinn meirihlutalitur.
Knús,
H.
váá þú ert að verða 30... ég var einmitt að finna hrukku sem ég get svarið var ekki þar síðast þegar ég málaði mig :( ohh svona er þessi aldur, hann kemur þegar enginn á von á honum.
kv Ingibjörg frænka
blessuð og takk fyrir síðast þetta var ekkert smá gaman að rifja upp gamla tíma þegar maður var í snípsíðu pilsi og svona 20kg léttari
Kv, Hildur P aka Hilla
you tell that hair !!!
Velkomin í hópinn elsku mágkona. Loksins, loksins ertu að ná mér :)
Post a Comment